Hollvinafélög eru mikilvæg

17. nóvember 2023

Hollvinafélög eru mikilvæg

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Nýlega sagði kirkjan.is  frá því að til stæði að stofna Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ.

Hollvinafélagið var stofnað 27. október síðast liðinn á dánardegi Hallgríms Péturssonar.

Að sögn sr. Þráins Haraldssonar sóknarprests í Garða- og Saurbæjar prestakalls, þá er Saurbæjarsókn fámenn sókn eins og margar aðrar sóknir á landsbyggðinni.

Þar búa nú rúmlega 100 manns.

Í svo fámennum sóknum þá duga tekjur vart fyrir rekstri sem felst nær einungis í helgihaldi.

“Við erum því algjörlega háð styrkjum frá utanaðkomandi aðilum varðandi viðhald á kirkjunni og uppbygginu á staðnum“ segir sr. Þráinn.

„Staðan er líka sérstök þar sem um höfuðkirkju er að ræða, mikilvægan sögustað fyrir þjóðina með arfleið sr. Hallgríms á staðnum, um leið er kirkjan að sjálfsögðu margfalt stærri en íbúafjöldi sóknarinnar segir til um.

Síðustu ár hefur þó margt gerst og unnið hefur verið að viðhaldi á kirkjunni, gluggum hennar og fleiri þáttum og mörg verkefni eru framundan.

Hollavinafélagið er hugsað til að styðja við þessi verkefni.“

Í stjórn félagsins eru Birgir Þórarinsson alþingismaður, Helga Viðarsdóttir framkvæmdastjóri, sr. Þráinn Haraldsson sóknarprestur, Margrét Stefánsdóttir sóknarnefndarkona og Margrét Bóasdóttir fyrrum söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og nú ábúandi á Saurbæ.

Stofnfélagar voru 67 talsins.

Að sögn sr. Þráins er enn hægt að ganga í félagið og þá er best að setja sig í samband við hann.

Netfang hans er thrainn@akraneskirkja.is

Sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti og nú ábúandi á Saurbæ tók saman skjal um ástæður stofnunar Hollvinafélagsins, sem er birt hér fyrir neðan:

Tillaga um stofnun hollvinafélags og áheitasjóð Hallgrímskirkju í Saurbæ.

Lögð fyrir fund sóknarnefndar Saurbæjarsóknar í Saurbæ mánudaginn 16. október 2023.

Hinn 27. október 2023 á þrjúhundruðfertugugstuog níundu ártíð Hallgríms Péturssonar verði stofnað Hollvinafélag kennt við Hallgrímskirkju í Saurbæ.

Hallgrímskirkja í Saurbæ var reist í þakklátri minningu um prestinn og sálmaskáldið Hallgrím Pétursson.

Það var gert með samstilltu átaki velunnara Hallgríms meðal þjóðarinnar og með stuðningi ríkissjóðs.

Hallgrímskirkja í Saurbæ var vígð 28. júlí 1957.

Hallgrímur Pétursson var sóknarprestur í Saurbæjarprestakalli 1651-1668.

Með starfi sínu og kveðskap lagði hann trúarlífi og menningu í landinu til ómetanlegan arf sem varðveita þarf og skila til óborinna kynslóða.

Hollvinafelagi Hallgrískirkju í Saurbæ er ætlað það hlutverk fyrst og fremst að halda á lofti verkum sálmaskáldsins og varðveislu þeirra minja sem kenndar eru við nafnt hans í Saurbæ: Hallgrímskirkju, Hallgrímslind, Hallgrímsstein og legsteininn á gröf hans.

Til þess að ná þeim markmiðum þarf félagið að stofna sjóð (Áheitasjóð) í minningu Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur.

Markmið félagsins og hlutverk sjóðsins séu að öðru leyti:

a) að undirbúa með veglegum hætti 350. ártíð Hallgríms Péturssonar árið 2024

b) að safna fé til nauðsynlegs viðhalds og endurbóta í Hallgrímskirkju

c) að standa vörð um Hallgrímslind og Hallgrímsstein og bæta merkingar, aðgengi og gönguleiðir að þeim

d) að láta gera nýjan stein á leiði Hallgríms Péturssonar til minningar um hann og konu hans Guðríði en koma steininum sem nú er á gröf Hallgríms fyrir í kirkjunni

e) að stofna safn með ritum Hallgríms og upplýsingum um starfstíma þeirra hjóna Hallgríms og Guðríðar Símonardóttur 1651 til 1669

f) að tryggja að Saurbær haldist í eigu þjóðkirkjunnar, en arður af jörðinni og tekjur af leigu íbúðarhússins renni til Hallgrímskirkju til að halda uppi starfsemi trúar, sögu og menningar.

Greinargerð

Hinn 27. október 2024, verða liðin 350 ár frá andláti Hallgíms Péturssonar.

Um þau tímamót hefur allmikið verið rætt bæði af hálfu sóknarnefndar og sóknarprests og einnig hefur verið rætt við biskup Íslands og minjavörð Vesturlands.

Snemma árs 2019 skipaði þáverandi kirkjuráð þjóðkirkjunnar nefnd til að gera tillögur um framtíð Saurbæjar eftir að Saurbæjarprestakall var sameinað Garðaprestakalli á Akranesi og embætti sóknarprests hafði verið lagt niður.

Nefndin skilaði greinargerð til Kirkjuráðs en tillögum sem þar koma fram hefur ekki verið fylgt eftir,

Einu föstu tekjur Hallgrímskirkju í Saurbæ eru sóknargjöldin og því borin von að hægt verði að minnast þessara tímamóta 2024 með þeim myndarskap sem vert væri, sé miðað eingöngu við fjárhag sóknarinnar.

Allur arður af Saurbæjarjörðinni, leigutekjur og hlutdeild í arði af veiði í Laxá rennur óskiptur til höfuðstöðva þjóðkirkjunnr í Reykjavík.

Með þessari tillögu er lagt til að í samráði við sóknarnefnd og presta Saurbæjarsóknar og ýmsa valinkunna einstaklinga sem bera hlýjan hug til staðarins og kirkjunnar verði boðað til stofnfundar Hollvinasamtakanna klukkan hálf átta að kvöldi föstudagsins 27. október næstkomandi þar sem kosin verði stjórn samtakanna sem safni félögum, undirbúi fyrsta aðalfund félagsins á næsta ári og velji félaginu nafn.

Sömuleiðis undirbúi stjórnin stofnun Áheitasjóðs Hallgrímskirkju í Saurbæ og velji honum einnig nafn.

 

slg



  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Vígslubiskup

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði