Samverustund í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 19. nóvember kl. 17:00

17. nóvember 2023

Samverustund í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 19. nóvember kl. 17:00

Samverustund í Keflavíkurkirkju fyrir Grindvíkinga og þau sem vilja sýna þeim samhug og styrk.

Samveran verður í beinu streymi.

Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir stundina og flytur hugleiðingu.

Meðlimir úr kór Grindavíkurkirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Kristján Hrannar, organisti.

Sóknarfólk úr Grindavík flytur bænir.

Prestur kaþólsku kirkjunnar á Suðurnesjum verður með bæn og hugvekju.

Frú Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri, flytja ávörp.

Eftir samveruna verður boðið upp á kaffi, djús og kleinur og prestar Suðurnesja og viðbragðsaðilar Rauða krossins vera til samtals og hlustunar.

Við hvetjum alla til að sýna samtöðu og mæta og njóta nærveru og uppörvunar í samfélaginu með hvert öðru.

Við minnum á afallahjalp@kirkjan.is eða hafa samband við prest þar sem hægt er að fá samtal, samfylgd í gegnum óvissu og erfiða reynslu

Verið hjartanlega velkomin.

  • Viðburður

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði