Samverustund í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 19. nóvember kl. 17:00

17. nóvember 2023

Samverustund í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 19. nóvember kl. 17:00

Samverustund í Keflavíkurkirkju fyrir Grindvíkinga og þau sem vilja sýna þeim samhug og styrk.

Samveran verður í beinu streymi.

Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir stundina og flytur hugleiðingu.

Meðlimir úr kór Grindavíkurkirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Kristján Hrannar, organisti.

Sóknarfólk úr Grindavík flytur bænir.

Prestur kaþólsku kirkjunnar á Suðurnesjum verður með bæn og hugvekju.

Frú Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri, flytja ávörp.

Eftir samveruna verður boðið upp á kaffi, djús og kleinur og prestar Suðurnesja og viðbragðsaðilar Rauða krossins vera til samtals og hlustunar.

Við hvetjum alla til að sýna samtöðu og mæta og njóta nærveru og uppörvunar í samfélaginu með hvert öðru.

Við minnum á afallahjalp@kirkjan.is eða hafa samband við prest þar sem hægt er að fá samtal, samfylgd í gegnum óvissu og erfiða reynslu

Verið hjartanlega velkomin.

  • Viðburður

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall