Endurmenntunarnámskeið Tónskóla þjóðkirkjunnar

21. nóvember 2023

Endurmenntunarnámskeið Tónskóla þjóðkirkjunnar

Á vormisseri ársins 2024 verða ýmis spennandi endurmenntunarnámskeið í boði á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Námskeiðin eru skipulögð og hugsuð fyrir starfsfólk kirkjunnar og nemendur skólans til að bæta við þekkingu sína og eflast í starfi.

Meðal námskeiða sem í boði verða eru barnakórstjórn, orgelspunanámskeið og svokölluð Ljómandi námskeið sem eru hugsuð sem vettvangur fyrir innblástur, góðar hugmyndir og jafnvel hugljómanir fyrir fólk í starfi í kirkjum og aðra áhugasama um viðfangsefni námskeiðanna.

Einnig eru í boði einkatímar í ryþmískum hljómborðsleik, á orgel og í söng.

Að sögn söngmálastjóra þjóðkirkjunnar Guðnýjar Einarsdóttur þá er vakin athygli á að hægt er að skrá sig í einkatíma í söng fyrir áramótin ef áhugi er fyrir hendi.

Söngkennsla er í boði um land allt og einnig sem netkennsla.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu skólans og fer skráning fram með tölvupósti á tonskoli@tonskoli.is

Að lokum vill Guðný, sem einnig er skólastjóri Tónskólans vekja athygli á því að stéttarfélög veita félögum sínum styrki fyrir ýmsum endurmenntunarnámskeiðum, meðal annars þeim sem kennd eru við Tónskóla þjóðkirkjunnar.


slg


  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Námskeið

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði