Endurmenntunarnámskeið Tónskóla þjóðkirkjunnar

21. nóvember 2023

Endurmenntunarnámskeið Tónskóla þjóðkirkjunnar

Á vormisseri ársins 2024 verða ýmis spennandi endurmenntunarnámskeið í boði á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Námskeiðin eru skipulögð og hugsuð fyrir starfsfólk kirkjunnar og nemendur skólans til að bæta við þekkingu sína og eflast í starfi.

Meðal námskeiða sem í boði verða eru barnakórstjórn, orgelspunanámskeið og svokölluð Ljómandi námskeið sem eru hugsuð sem vettvangur fyrir innblástur, góðar hugmyndir og jafnvel hugljómanir fyrir fólk í starfi í kirkjum og aðra áhugasama um viðfangsefni námskeiðanna.

Einnig eru í boði einkatímar í ryþmískum hljómborðsleik, á orgel og í söng.

Að sögn söngmálastjóra þjóðkirkjunnar Guðnýjar Einarsdóttur þá er vakin athygli á að hægt er að skrá sig í einkatíma í söng fyrir áramótin ef áhugi er fyrir hendi.

Söngkennsla er í boði um land allt og einnig sem netkennsla.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu skólans og fer skráning fram með tölvupósti á tonskoli@tonskoli.is

Að lokum vill Guðný, sem einnig er skólastjóri Tónskólans vekja athygli á því að stéttarfélög veita félögum sínum styrki fyrir ýmsum endurmenntunarnámskeiðum, meðal annars þeim sem kennd eru við Tónskóla þjóðkirkjunnar.


slg


  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Námskeið

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju