Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings

27. nóvember 2023

Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings

Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings ásamt framkvæmdastjóra og forseta kirkjuþings

Framkvæmdanefnd kirkjuþings, sem kosin var á kirkjuþingi þann 18. nóvember síðast liðinn kom saman föstudaginn 24. nóvember til fyrsta fundar (óformlegs) í fundarsal rekstrarstofu þjónustumiðstöðvar kirkjunnar, Laugardal, að Suðurlandsbraut 32 í Reykjavík.

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings sat einnig fundinn.

Nefndina skipa kirkjuþingsfulltrúarnir sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi, Einar Már Sigurðarson, fyrrverandi skólastjóri og Rúnar Vilhjálmsson prófessor við Háskóla Íslands.

Rúnar var kosinn formaður nefndarinnar á kirkjuþinginu.

Á myndinni eru:

Einar Már Sigurðarson á skjánum, sr. Arna Grétarsdóttir, Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarstofu þjónustumiðstöðvar Þjóðkirkjunnar, Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings og Rúnar Vilhjálmsson.

Eiríkur Guðlaugsson, lögmaður á rekstrarstofunni er ritari nefndarinnar.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Fundur

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði