Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings

27. nóvember 2023

Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings

Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings ásamt framkvæmdastjóra og forseta kirkjuþings

Framkvæmdanefnd kirkjuþings, sem kosin var á kirkjuþingi þann 18. nóvember síðast liðinn kom saman föstudaginn 24. nóvember til fyrsta fundar (óformlegs) í fundarsal rekstrarstofu þjónustumiðstöðvar kirkjunnar, Laugardal, að Suðurlandsbraut 32 í Reykjavík.

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings sat einnig fundinn.

Nefndina skipa kirkjuþingsfulltrúarnir sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi, Einar Már Sigurðarson, fyrrverandi skólastjóri og Rúnar Vilhjálmsson prófessor við Háskóla Íslands.

Rúnar var kosinn formaður nefndarinnar á kirkjuþinginu.

Á myndinni eru:

Einar Már Sigurðarson á skjánum, sr. Arna Grétarsdóttir, Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarstofu þjónustumiðstöðvar Þjóðkirkjunnar, Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings og Rúnar Vilhjálmsson.

Eiríkur Guðlaugsson, lögmaður á rekstrarstofunni er ritari nefndarinnar.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Fundur

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju