Jóladagatal Kjalarnessprófastsdæmis

1. desember 2023

Jóladagatal Kjalarnessprófastsdæmis

Kjalarnessprófastsdæmi í samstarfi við Þjóðkirkjuna stendur nú í fjórða skiptið fyrir jóladagatali.

Yfirskrift dagatalsins í ár er: "Vil ég mitt hjartað vaggan sé“ og er sótt í sálm númer 30 eftir Einar Sigurðsson frá Heydölum, sem er elsti íslenski jólasálmurinn í sálmabókinni.

Fyrir hvern dag desember fram að jólum er opnaður nýr gluggi með uppörvandi myndbandi sem varir í eina mínútu.

Fólk með margs konar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um boðskap og innihald aðventunar.

Myndböndin eru tekin upp í kirkjum Kjalarnessprófastsdæmis, einnig á Suðurlandi og Norðvesturlandi.

Jóladagatalið má finna hér.

Að sögn sr. Hans Guðbergs Alfreðssonar prófasts í Kjalarnessprófastsdæmi þá er „markmiðið með jóladagatalinu að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvætingar þegar við íhugum hvað gefur lífinu gildi og tilgang.

Það er einnig markmiðið að vekja athygli á fjölbreyttum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu sem bera uppi kirkjustarfið, en eru ekki alltaf sýnileg og einnig að sýna kirkjur prófastsdæmisins í jóla- og aðventubúningi.“

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Fræðsla

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.