Jóladagatal Kjalarnessprófastsdæmis

1. desember 2023

Jóladagatal Kjalarnessprófastsdæmis

Kjalarnessprófastsdæmi í samstarfi við Þjóðkirkjuna stendur nú í fjórða skiptið fyrir jóladagatali.

Yfirskrift dagatalsins í ár er: "Vil ég mitt hjartað vaggan sé“ og er sótt í sálm númer 30 eftir Einar Sigurðsson frá Heydölum, sem er elsti íslenski jólasálmurinn í sálmabókinni.

Fyrir hvern dag desember fram að jólum er opnaður nýr gluggi með uppörvandi myndbandi sem varir í eina mínútu.

Fólk með margs konar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um boðskap og innihald aðventunar.

Myndböndin eru tekin upp í kirkjum Kjalarnessprófastsdæmis, einnig á Suðurlandi og Norðvesturlandi.

Jóladagatalið má finna hér.

Að sögn sr. Hans Guðbergs Alfreðssonar prófasts í Kjalarnessprófastsdæmi þá er „markmiðið með jóladagatalinu að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvætingar þegar við íhugum hvað gefur lífinu gildi og tilgang.

Það er einnig markmiðið að vekja athygli á fjölbreyttum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu sem bera uppi kirkjustarfið, en eru ekki alltaf sýnileg og einnig að sýna kirkjur prófastsdæmisins í jóla- og aðventubúningi.“

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Fræðsla

logo.jpg - mynd

Biskupsstofa lokuð í dag

08. sep. 2025
Lokað er vegna útfarar sr. Gylfa Jónssonar
Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður