Seltjarnarneskirkja sýnir myndlist

4. desember 2023

Seltjarnarneskirkja sýnir myndlist

Svana Helen, Óli Hilmar og sr. Bjarni

Safnaðaheimili Seltjarnarneskirkju er í afar mikilli notkun og fjölsótt.

Þar er mikið og öflugt safnaðarstarf alla daga vikunnar.

Sú hefð hefur skapast að bjóða myndlistarfólki að sýna verk sín í safnaðarheimilinu sem hanga uppi í mánuð í senn og gjarnan er nýr listamaður kynntur við messu á fyrsta sunnudegi í mánuði.

Á fyrsta sunnudegi í aðventu var nýr listamaður kynntur.

Það var Svana Helen Björnsdóttir formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju sem kynnti listamanninn og sagði um leið að safnaðarheimilið væri nú eins konar listagallerí.

Listamaður desembermánaðar er Óli Hilmar Briem Jónsson.

Í ávarpi sínu til safnarins í lok guðsþjónustunnar þakkaði Óli Hilmar af hjarta fyrir þetta tækifæri og að sýna sér þann heiður að fá að sýna myndir sínar í safnaðarheimilinu.

Hann þakkaði bæði sóknarprestinum sr. Bjarna Þór Bjarnasyni, sóknarnefnd og ekki síst Ingimar Sigurðssyni kirkjuverði fyrir samstarfið og hjálpina við að koma mynunum fyrir.

 

Óli er fæddur í Reykjaví árið 1950.

Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann við Freyjugötu á æskuárum sínum.

Síðan lærði hann myndlist hjá Jóhanni Briem á árunum 1966- 1970.

Eftir það stundaði hann nám í hönnun og myndlist við listadeild Háskólans í Oulu í Finnlandi árið 1971-1975.

Þá lauk hann meistaraprófi í arkítektúr við tæknideild Háskólans í Oulo árið 1977.

Óli Hilmar hefur haldið nokkrar sýningar og verk eftir hann eru í eigu bæði einstaklinga og stofnana.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar mynda Óla Hilmars í Seltjarnarneskirkju og hinn fagra aðventukrans, sem nú skreytir kirkjuna.

Myndirnar hanga uppi í safnaðarheimilinu fram yfir áramót.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Kirkjustaðir

Heilsuefling.jpg - mynd

Heilsuefling eldra fólks

10. okt. 2024
...málþing Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma í Grensáskirkju 14. október
Sr. Jarþrúður

Jarþrúður valin prestur

10. okt. 2024
…í Egilsstaðaprestakalli
Sálgæslu og fjölskylduþjónustan er til húsa í safnaðarheimili Háteigskirkju

Gríðarleg eftirspurn hjá Sálgæslu og fjölskylduþjónustu kirkjunnar

10. okt. 2024
...segir Vigfús Bjarni forstöðumaður