Aðventustundir í Egilsstaðaprestakalli

5. desember 2023

Aðventustundir í Egilsstaðaprestakalli

Egilsstaðaprestakall er í hópi þeirra prestakalla, sem hafa flestar sóknir.

Þar eru 14 sóknir, 14, sóknarnefndir, 14 kirkjur eitt Kirkjusel, sem er í Fellabæ og nokkur þjónustuhús við minnstu kirkjurnar.

Í Kirkjuselinu í Fellabæ er safnaðarheimili og skrifstofa prests.

Á Egilsstöðum er safnaðarheimili og þar eru einnig skrifstofur presta, en þrír prestar þjóna prestakallinu, tvö þeirra búa á Egilsstöðum og ein býr á Seyðisfirði.

Aðventan er sá tími sem hátíðlegar stundir eru haldnar í stórum sem smáum sóknum.

Í Kirkjuselinu í Fellabæ var haldið aðventukvöld Ássóknar þann 29. nóvember síðast liðinn og þann 30. nóvember var jólasálmakvöld í Seyðisfjarðarkirkju.

Á fyrsta sunnudegi í aðventu þann 3. desember var aðventuhátíð í Eiðakirkju fyrir Eiða- og Hjaltastaðasóknir klukkan 16:00 og aðventukvöld í Sleðbrjótskirkju fyrir Sleðbrjóts- og Kirkjubæjarsóknir klukkan 19:30.

Í kvöld þriðjudagskvöldið 5. desember verða aðventutónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju kl. 20:00.
Stjórnandi er Sándor Kerekes.

Laugardaginn 9. desember verður aðventuhátíð Vallanes- og Þingmúlasókna í Félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal.

Þann 10. desember, sem er annar sunnudagur í aðventu verður aðventukvöld í Egilsstaðakirkju klukkan 18:00 og aðventukvöld í Seyðisfjarðarkirkju á sama tíma klukkan 18:00.

Þann dag verður einnig aðventuguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum og um kvöldið klukkan 20:00 verður aðventukvöld í Valþjófsstaðakirkju.

Þann 13. desember verður aðventukvöld í Bakkagerðiskirkju, sem er á Borgarfirði eystra og aðventukvöld í þjónustuhúsinu við Hofteigskirkju í Jökuldal klukkan 20:00.

Þann 18. desember, sem er mánudagskvöld verður jólasálmakvöld í Áskirkju í Fellum klukkan 20:00.

Áður en sjálf hátíðin gengur í garð verður söngstund í Egilsstaðakirkju á Þorláksmessu 23. desember kl. 16:00 og svo farið „út að kanta“, en að sögn sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur prests í Egilsstaðaprestakalli varð það nýyrði til fyrir austan í fyrra og merkir að fara um bæinn og syngja jólalög-cantar.

Um kvöldið verða jólatónar í kirkjunni milli klukkan 22:00 og 23:00.

Þá koma organisti og gestir fram og hægt verður að koma og fara að vild.

Af þessu má sjá að það verður mikið um dýrðir í Egilsstaðaprestakalli á aðventunni og þá er ekki upptaldar guðsþjónustur og sunnudagaskólar.

Kirkjan býður síðan að sjálsögðu upp á fjölbreytt helgihald um sjálfa jólahátíðina, sem sjá má á auglýsingunum hér fyrir neðan.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Tónlist

  • Trúin

  • Kærleiksþjónusta

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði