Jólakveðja frá Tónskóla þjóðkirkjunnar

13. desember 2023

Jólakveðja frá Tónskóla þjóðkirkjunnar

Nemendur Tónskólans ásamt skólastjór

Jólatónleikar Tónskóla þjóðkirkjunnar fóru fram 8. og 9. desember.

Að sögn Guðnýjar Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tónskóla þjóðkirkjunnar þá voru fyrri tónleikarnir orgeltónleikar.

„Þar komu fram orgelnemendur skólans á öllum aldri og öllum stigum.

Á seinni tónleikunum voru kórstjórnarnemendur Tónskóla þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands í aðalhlutverki í stjórnun og kórsöng.

Nemendur stóðu sig öll með miklum sóma og við þökkum þeim fyrir framlag þeirra um leið og við óskum öllum nemendum, kennurum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári“

segir Guðný Einarsdóttir


slg


Myndir með frétt

  • List og kirkja

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Kirkjustarf

Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði
Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall