Kjarni kristinnar trúar

20. desember 2023

Kjarni kristinnar trúar

Út er komin bókin Kjarni kristinnar trúar, sem á frummálinu heitir Mere Christianity eftir C. S. Lewis.

Það er Salt ehf. útgáfufélag sem gefur bókina út.

Bókin er safn útvarpserinda sem höfundur hélt á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og seld í milljónum eintaka.

Bókin er aðgengileg umfjöllun um það sem kristið fólk trúir og ein hin vinsælasta sinnar tegundar.

Í bókarkynningu segir að „höfundur setji fram kraftmikil rök til varnar kristinni trú á þann hátt sem höfðar til trúaðs fólks jafnt sem vantrúaðs.“

Þessi bók á drjúgan þátt í að festa C. S. Lewis í sessi sem einn af fremstu rithöfundum og hugsuðum okkar tíma.

Tveir hlutar bókarinnar voru gefnir út fyrir um 75 árum á vegum Bókagerðarinnar Lilju, en það voru bækurnar Rétt og rangt og Guð og menn.

Þýðing Andrésar Björnssonar frá þeim tíma hefur verið uppfærð í þessari nýju útgáfu og Þóra Ingvarsdóttir þýddi það sem eftir var.

Bókin fæst meðal annars í Kirkjuhúsinu og í helstu bókaverslunum og á saltforlag.is.

 

slg


  • Trúin

  • Útgáfa

  • Guðfræði

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju