Kjarni kristinnar trúar

20. desember 2023

Kjarni kristinnar trúar

Út er komin bókin Kjarni kristinnar trúar, sem á frummálinu heitir Mere Christianity eftir C. S. Lewis.

Það er Salt ehf. útgáfufélag sem gefur bókina út.

Bókin er safn útvarpserinda sem höfundur hélt á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og seld í milljónum eintaka.

Bókin er aðgengileg umfjöllun um það sem kristið fólk trúir og ein hin vinsælasta sinnar tegundar.

Í bókarkynningu segir að „höfundur setji fram kraftmikil rök til varnar kristinni trú á þann hátt sem höfðar til trúaðs fólks jafnt sem vantrúaðs.“

Þessi bók á drjúgan þátt í að festa C. S. Lewis í sessi sem einn af fremstu rithöfundum og hugsuðum okkar tíma.

Tveir hlutar bókarinnar voru gefnir út fyrir um 75 árum á vegum Bókagerðarinnar Lilju, en það voru bækurnar Rétt og rangt og Guð og menn.

Þýðing Andrésar Björnssonar frá þeim tíma hefur verið uppfærð í þessari nýju útgáfu og Þóra Ingvarsdóttir þýddi það sem eftir var.

Bókin fæst meðal annars í Kirkjuhúsinu og í helstu bókaverslunum og á saltforlag.is.

 

slg


  • Trúin

  • Útgáfa

  • Guðfræði

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð