Aðventan á Ísafirði

21. desember 2023

Aðventan á Ísafirði

Jól í Ísafjarðarkirkju

Aðventan er annatími í kirkjum landsins og er þá helgihald oft með fjölbreyttu móti eins og fram hefur komið á kirkjan.is.

Síðstliðinn sunnudag, þriðja sunnudag í aðventu var fjölskylduguðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju.

Kirkjuskólabörn voru með jólahelgileik og blásarasveit frá Tónlistarskólanum lék nokkur lög.

Einnig var boðið upp á brúðuleikhús.

Eftir guðsþjónustuna var dansað kringum jólatréð í safnaðarheimilinu og sungið.

Þriðjudagskvöldið 19. desember var svo allt annar blær yfir kirkjunni.

Þá var kyrrðar- og íhugunarstund í kirkjunni við kertaljós.

Söngtríóið Hljómórar flutti aðventu- og jólalög.

Að sögn sr. Magnúsar Erlingssonar sóknarprests í Ísafjarðarprestakaslli og prófasts í Vestfjarðarprófastsdæmi þá er þetta árviss viðburður í kirkjunni líkt og hin fjölskylduvæna guðsþjónusta.

„Aldrei þessu vant þá var ekki haldið aðventukvöld í Ísafjarðarkirkju“ segir sr. Magnús, „en það helgast af því að Kór Ísafjarðarkirkju tók að sér að syngja við sjónvarpsmessu frú Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, sem tekinn var upp í Ísafjarðarkirkju en verður sjónvarpað á RUV á aðfangadagskvöld.“

Jólaaðstoð kirkjunnar er einnig á aðventunni.

„Kirkjan hjálpar þeim“ segir sr. Magnús „sem lítið hafa á milli handanna, með því að dreifa Bónuskortum til þeirra og öðrum jólaglaðningi.

Velunnarar kirkjunnar, jafnt einstaklingar, félagasamtök sem og fyrirtæki hafa stutt kirkjuna til að sinna þessu verkefni.“

Í nóvember tók kirkjan einnig þátt í verkefninu Jól í skókassa.

„Jólin verða svo hringd inn á aðfangadag klukkan sex síðdegis og verður þá messað samtímis á þremur stöðum í Ísafjarðarprestakalli og svo einnig aftur síðar um kvöldið og daginn eftir“

segir sr. Magnús Erlingsson að lokum.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju