Aðventan á Ísafirði

21. desember 2023

Aðventan á Ísafirði

Jól í Ísafjarðarkirkju

Aðventan er annatími í kirkjum landsins og er þá helgihald oft með fjölbreyttu móti eins og fram hefur komið á kirkjan.is.

Síðstliðinn sunnudag, þriðja sunnudag í aðventu var fjölskylduguðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju.

Kirkjuskólabörn voru með jólahelgileik og blásarasveit frá Tónlistarskólanum lék nokkur lög.

Einnig var boðið upp á brúðuleikhús.

Eftir guðsþjónustuna var dansað kringum jólatréð í safnaðarheimilinu og sungið.

Þriðjudagskvöldið 19. desember var svo allt annar blær yfir kirkjunni.

Þá var kyrrðar- og íhugunarstund í kirkjunni við kertaljós.

Söngtríóið Hljómórar flutti aðventu- og jólalög.

Að sögn sr. Magnúsar Erlingssonar sóknarprests í Ísafjarðarprestakaslli og prófasts í Vestfjarðarprófastsdæmi þá er þetta árviss viðburður í kirkjunni líkt og hin fjölskylduvæna guðsþjónusta.

„Aldrei þessu vant þá var ekki haldið aðventukvöld í Ísafjarðarkirkju“ segir sr. Magnús, „en það helgast af því að Kór Ísafjarðarkirkju tók að sér að syngja við sjónvarpsmessu frú Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, sem tekinn var upp í Ísafjarðarkirkju en verður sjónvarpað á RUV á aðfangadagskvöld.“

Jólaaðstoð kirkjunnar er einnig á aðventunni.

„Kirkjan hjálpar þeim“ segir sr. Magnús „sem lítið hafa á milli handanna, með því að dreifa Bónuskortum til þeirra og öðrum jólaglaðningi.

Velunnarar kirkjunnar, jafnt einstaklingar, félagasamtök sem og fyrirtæki hafa stutt kirkjuna til að sinna þessu verkefni.“

Í nóvember tók kirkjan einnig þátt í verkefninu Jól í skókassa.

„Jólin verða svo hringd inn á aðfangadag klukkan sex síðdegis og verður þá messað samtímis á þremur stöðum í Ísafjarðarprestakalli og svo einnig aftur síðar um kvöldið og daginn eftir“

segir sr. Magnús Erlingsson að lokum.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði
Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall