Auðsýnið kærleika í öllu sem þið gerið

28. desember 2023

Auðsýnið kærleika í öllu sem þið gerið

Dr. Anne Burghardt framkvæmdastjóri LWF

Dr. Anne Burghardt framkvæmdastjóri Lútherska Heimssambandsins hefur sent frá sér nýjársboðskap sinn.

Í honum minnir hún okkur á þá köllun okkar að elska Guð og náungann.

„Tvöfalda kærleiksboðorðið kallar meðlimakirkjur sambandsins til að dreifa ljósi Guðs í myrkrinu“

segir hún.

Hún hvetur okkur til að boða von og fara út um allan heim og þjóna öllum.

Í nýjársboðskap sínum íhugar dr. Anne Burghardt það fyrirbrigði að flytjast frá einu almanaksári til annars og segir:

„Þó víða gildi önnur almanaksár í heiminum, þá eru flestar meðlimakirkjur Lútherska heimssambandsins í löndum sem nota Anno Domini, ár Drottins, sem tengist fæðingu lítils barns sem kom í heiminn án þess að heimurinn tæki mikið eftir því.

Í þeim kærleika sem birtist í Jesú Kristi, kom Guð í heiminn, hann kom inn í alla þá baráttu, sem þar er, en hann kom inn líka inn í alla gleði og hamingju þessa heims.“

Þegar gamla árið víkur fyrir hinu nýja biður framkvæmdastjórinn meðlimi Lútherska heimssambandsins um að hugsa um hvernig við metum hina 365 daga ársins sem nú kveður.

Var einhverju takmarki náð?

Lærðum við eitthvað?

Er eitthvað eftirminnilegt frá ferðalögum sem við fórum í eða í bókum sem við lásum?

Eða í einhverju öðru?

Hún vitnar í Moravian watchword fyrir árið 2024, sem er bók með biblíutivitnunum fyrir hvern dag ársins.

Er það amerísk þýðing á Herrnhuter Losungn, sem einnig kemur út á íslensku:

Lykilorð og segir „auðsýnið kærleika í öllu sem þið gerið" 1. Kor. 16:14.

Hún vonar að þessi orð gefi okkur leiðsögn um hvernig við getum síðan metið hið nýja ár við lok þess að ári.

 

slg





  • Biblían

  • Guðfræði

  • Kærleiksþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju