Þjóðbúningamessa í Seltjarnarneskirkju

5. janúar 2024

Þjóðbúningamessa í Seltjarnarneskirkju

Konur í þjóðbúningum á Skálholtshátíð s.l. sumar

Þegar nýtt ár gengur í garð og mikið hefur verið um dýrðir í kirkjum landsins verður oft rólegt yfirbragð yfir safnaðarstarfinu.

Svo er ekki í Seltjarnarneskirkju því þar er sífellt verið að brydda upp á nýjungum.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur á Seltjarnarnesi er hugmyndaríkur og fær fólk úr samfélaginu til að halda erindi á undan sunnudagsmessunni.

Erindin hefjast alla sunnudaga kl. 10:00.

Fyrsta sunnudag hvers mánaðar er nýr listamaður kynntur, en safnaðarheimili kirkjunnar er nýtt sem listagallerí og stendur hver sýning í einn mánuð.

Bryddað verður upp á þeirri nýjung fyrsta sunnudag á nýju ári að hafa þjóðbúningamessu.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Bjarna Þór og spurði hann um þessa nýjung og hvernig hugmyndin hafi orðið til.

Sr. Bjarni sagði:

„Þjóðbúningarmessan fer fram á sunnudaginn kemur 7. janúar kl. 11:00.

Fólk er hvatt til að mæta í þjóðbúningum eigi það einn slíkan.

Annars hvetjum við fólk til að mæta í lopapeysum sem myndi nægja.

Megin ástæðan fyrir því að mér datt í hug að hafa svona messu er einfaldlega sú að daginn áður er þrettándinn sem tengist ýmsu þjóðlegu í menningu okkar.

Við syngjum áramótalög og sálma eins og Fögur er foldin og fleiri sálma.“

Og hann bætti við:

„Veitingarnar verða þjóðlegar“, en ævinlega er boðið upp á veitingar eftir messu hvern sunnudag.

Hvað verður svo á fræðslumorgninum á sunnudaginn?

„Margrét Júlía Rafnsdóttir kemur og ræðir um bók sína Hjartarætur – Sagan hans pabba.“

En nú er fyrsti sunnudagur ársins á sunnudaginn.

Verður kynntur ný myndlistamaður?


„Já, í lok guðsþjónustunnar verður opnuð myndlistarsýning á Veggnum gallerí í safnaðarheimilinu.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur sýnir þrjár portrettmyndir af þremur kvenskörungum.

Svo er auðvitað íþróttasunndagaskóli kl. 13:00 í kirkjunni“

sagði sr. Bjarni að lokum.

 

slg


  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Barnastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju