Samverustundir fyrir Grindvíkinga og opið hús

15. janúar 2024

Samverustundir fyrir Grindvíkinga og opið hús

Grindavík

Eftir hina hræðilegu viðburði helgarinnar og í því ástandi sem enn er yfirvofandi er gott að koma saman í kirkju, finna frið stuðning og hjálp.

Því hefur verið ákveðið að hafa samverustundir fyrir Grindvíkinga í Keflavíkurkirkju og Hafnarfjarðarkirkju á sama tíma kl. 17:00 til 19:00 í dag, mánudaginn 15. janúar.

Stundirnar hefjast með bænastund og tónlist kl. 17:00, hægt verður að tendra á kerti og eiga hljóða stund í kirkjunni.

Boðið verður upp á hressingu þar sem prestar og viðbragðsaðilar Rauða krossins verða til samtals og hlustunar.

Hvatt er til að sýna samstöðu, mæta og njóta nærveru og uppörvunar í samfélagi með hvert öðru.

Minnt er á að hægt er að leita sér aðstoðar með því að skrifa tölvupóst á afallahjalp@kirkjan.is.

Einnig er hægt að hafa samband við prest þar sem hægt er að fá samtal, samfylgd í gegnum óvissu og erfiða reynslu.

 

slg


  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Hjálparstarf

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju