Hvernig fer biskupskjör fram?

16. janúar 2024

Hvernig fer biskupskjör fram?

Kjör biskups Íslands fer fram nú á þessu ári.

Sumum kann að finnast flókið hvernig kjörið fer fram og því skal leitast við að skýra það á einfaldan hátt.

Kosið er samkvæmt starfsreglum frá kirkjuþingi sem lesa má í heild sinni hér.

Kjörskrá vegna kosningar biskups Íslands verður lögð fram 18. janúar 2024 og birt á vef Þjóðkirkjunnar.

Tilnefning

Fyrst fer fram tilnefning.

Rétt til tilnefninga hafa 163 prestar og djáknar.

Tilnefningin er rafræn.

Hún hefst kl. 12:00 hinn 1. febrúar 2024 og lýkur kl. 12:00 hinn 6. febrúar 2024.

Þeir þrír einstaklingar sem flestar tilnefningar fá, eru í kjöri til biskups Íslands.

Ef tveir eða fleiri fá sama fjölda tilnefninga skulu þeir báðir eða allir vera í kjöri.

Séu tilnefndir færri einstaklingar en þrír eru þeir allir í kjöri.

Kjörstjórn telur tilnefningar innan sólarhrings frá því að tilnefningu var lokið.

 

Kosning biskups

Áætlað er að kosning biskups Íslands hefjist kl. 12:00 hinn 7. mars 2024 og ljúki kl. 12:00 hinn 12. mars 2024.

Á kjörskrá kosninga til biskups Íslands eru um 2100 sóknarnefndarmenn og varamenn og kjörfulltrúar.

Kjörgengur er hver guðfræðikandídat sem fullnægir skilyrðum til þess að gegna prestsembætti í íslensku þjóðkirkjunni.


Kosningaréttur

Kosningarétt hafa biskup Íslands og vígslubiskupar, þjónandi prestar og djáknar íslensku þjóðkirkjunnar og hjá íslenskum söfnuðum þjóðkirkjunnar erlendis.

Auk þess hafa kosningarétt þjónandi prestar eða djáknar sem eru í föstu og launuðu starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi.

Kosningarétt eiga vígðir starfsmenn á þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar sem eru í föstu starfi.

Kosningarétt hafa einnig aðal- og varamenn í sóknarnefndum auk sjö kjörfulltrúa úr hverju prestakalli valdir af sóknarnefnd.

Leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi hafa einnig atkvæðisrétt.


Kjörstjórn

Kjörstjórn við kirkjuþingskjör er jafnframt kjörstjórn við biskupskjör.

Kjörstjórn telur tilnefningar innan sólarhrings frá því að tilnefningu var lokið samkvæmt framangreindu.

Að mánuði liðnum fer fram kosning.

Kosning er rafræn.

Kosning fer fram þó einn sé í kjöri, nema um endurkjör sé að ræða.

Kjörstjórn sendir þeim sem eiga kosningarrétt nauðsynleg kjörgögn rafrænt.

Við atkvæðagreiðslu er notast við rafræn skilríki.

Kjörstjórn auglýsir á vefsvæði þjóðkirkjunnar og á öðrum fréttamiðlum hvenær kosning hefst og hvenær henni lýkur.

Auglýsing er birt viku áður en kosning hefst.

Atkvæðagreiðsla stendur yfir í fimm sólarhringa.

Allar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd kosninga verða aðgengilegar á vefsvæði þjóðkirkjunnar, á rekstrarskrifstofu þjóðkirkjunnar og hjá próföstum.

Talning atkvæða hefst innan sólarhrings frá lokum kosningar.

Sá eða sú er réttkjörinn biskup Íslands sem fær meiri hluta greiddra atkvæða.

Ef enginn frambjóðandi fær meiri hluta greiddra atkvæða skal kosið á nýjan leik milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu.

Ef fleiri en tveir fá jafnmörg atkvæði skal hlutkesti ráða um hverja tvo skuli kosið.

Sá eða sú er réttkjörinn biskup Íslands sem fær meiri hluta greiddra atkvæða.

Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða.

Á vefsvæði þjóðkirkjunnar verða birtar upplýsingar um kosningaþátttöku og úrslit kosningar.

Að lokinni kosningu gefur kjörstjórn þjóðkirkjunnar út kjörbréf til biskups Íslands.

Þessar starfsreglur öðluðust gildi 1. janúar 2022

 

slg


  • Kosningar

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði
Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall