Málþing um biskupsembættið

18. janúar 2024

Málþing um biskupsembættið

Reykjavíkurprófastsdæmi eystra hélt tvö málþing um biskupsembættið fyrir jól.

Nú verður hið þriðja haldið á morgun föstudaginn 19. janúar kl. 14:00-17:00 í Breiðholtskirkju.

Málþingið ber yfirskriftina Biskup á að vera.....

Á dagskránni eru fjögur erindi.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra flytur erindi sem hann nefnir:

Til hvers að taka afstöðu?

Dr. Haraldur Hreinsson lektor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands flytur erindi sem hann nefnir:

Baksýnisspegill biskupsins: Söguleiki forns embættis.

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir dósent við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands flytur erindi sem hún nefnir:

Biskupsembættið í hringiðu breytinga.

Loks flytur dr. María Guðrúnar Ágústsdóttir sóknarprestur í Fossvogsprestakalli erindi sem hún nefnir:

Sameiginlegt embætti systurkirkna. Skiptir það máli?



Umræðum stýrir sr. Bryndís Malla Elídóttir prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

slg


  • Fundur

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð