Málþing um biskupsembættið

18. janúar 2024

Málþing um biskupsembættið

Reykjavíkurprófastsdæmi eystra hélt tvö málþing um biskupsembættið fyrir jól.

Nú verður hið þriðja haldið á morgun föstudaginn 19. janúar kl. 14:00-17:00 í Breiðholtskirkju.

Málþingið ber yfirskriftina Biskup á að vera.....

Á dagskránni eru fjögur erindi.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra flytur erindi sem hann nefnir:

Til hvers að taka afstöðu?

Dr. Haraldur Hreinsson lektor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands flytur erindi sem hann nefnir:

Baksýnisspegill biskupsins: Söguleiki forns embættis.

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir dósent við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands flytur erindi sem hún nefnir:

Biskupsembættið í hringiðu breytinga.

Loks flytur dr. María Guðrúnar Ágústsdóttir sóknarprestur í Fossvogsprestakalli erindi sem hún nefnir:

Sameiginlegt embætti systurkirkna. Skiptir það máli?



Umræðum stýrir sr. Bryndís Malla Elídóttir prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

slg


  • Fundur

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju