Andlátsfregn

19. janúar 2024

Andlátsfregn

Sr. Haukur Ágústsson

Sr. Haukur Ágússon lést á Akureyri þann 15. janúar s.l.

Hann fæddist í Reykjavík þann 3. nóvember árið 1937.

Foreldrar hans voru Ágúst Jónsson járnsmiður og vélstjóri og Guðbjörg Helga Vigfúsdóttir húsfreyja í Reykjavík.

Haukur varð stúddent frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1959 og cand. theol frá Háskóla Íslands árið 1968.

Auk þess stundaði hann tónlistarnám á árunum 1959-1967.

Hann tók próf í uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands árið 1970 og kynnti sér gerð sjónvarpsefnis í London árið 1966.

Haukur tók kennarapróf við tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1977.

Haukur kom víða við á starfsævinni.

Hér skal drepið á því helsta, þó margt sé óupptalið.

Hann var kennari við Barna- og unglingaskólann á Patreksfirði 1959-60 og við Langholtskólann í Reykjavík 1962-65 og 1966-71.

Sr. Haukur var settur sóknarprestur í Hofsprestakallli í Vopnafirði 16. ágúst árið 1972 og vígður 20. sama mánaðar.

Hann fékk lausn frá embætti 1. september árið 1980.

Hann var skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum 1980-1981 og Héraðsskólans á Laugum 1981-1985.

Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1985-1989 og Verkmenntaskólann á Akureyri frá 1989 til starfsloka.

Sr. Haukur var kennslustjóri öldungadeildar Verkmenntaskólans 1995-1999 og deildarstjóri fjarkennslu við sama skóla 1995-2002.

Var sr. Haukur algjör frumkvöðull á sviði fjarkennslu og byggði upp fjarnámið við Verkmenntaskólann frá grunni.

Eftir sr. Hauk liggur fjöldi leikrita, sönglaga, söngleikja og sálma, hann leikstýrði, stjórnaði kórum og söng í hljómsveitum.

Hann skrifaði og þýddi bækur, ritaði fjölda blaðagreina um listir, menningu og þjóðmál.

Um langt árabil skrifaði hann um alla helstu menningarviðburði á Norðurlandi.

Eiginkona sr. Hauks var Hilda Torfadóttir, sem nú er látin.

Þau áttu einn son Ágúst Torfa sem fæddur er 31. maí árið 1974.

Útför sr. Hauks Ágústsonar verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 1. febrúar kl. 13:00.

 

slg






  • Prestar og djáknar

  • Andlát

Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði
Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall