Mattias Wager á Íslandi

19. janúar 2024

Mattias Wager á Íslandi

Mattias Wager

Þessa dagana er staddur á Íslandi góður gestur en það er Mattias Wager, dómorganisti við Storkyrkan í Stokkhólmi.

Mattias er hingað kominn á vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organista til að halda námskeið í orgelspuna fyrir íslenska organista og orgelnemendur.

Mattias hefur unnið til fjölda verðlauna í orgelleik á alþjóðlegum vettvangi.

Auk þess að starfa sem dómorganisti í Stokkhólmi hefur hann komið fram á tónleikum, masterclass-námskeiðum og orgelhátíðum víða um Evrópu og í Brasilíu.

Hann hefur kennt orgelleik og spuna við fjóra helstu tónlistarháskóla Svíþjóðar.

Frá árinu 1995 hefur Mattias Wager margoft komið til íslands til tónleikahalds, upptöku geisladiska og orgelkennslu og lék síðast á Íslandi haustið 2022 þegar hann ferðaðist um landið og hélt tónleika í Hafnarfjarðarkirkju, Akureyrarkirkju og Egilsstaðakirkju við frábærar undirtektir.

Að sögn Guðnýjar Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tónskóla þjóðkirkjunnar þá er Mattias góður vinur margra kirkjutónlistarmanna hér á landi og hún segir:

„Eins og myndirnar sýna er skemmtileg stemning á námskeiðinu hjá honum enda Mattias frábær kennari og sannkölluð vítamínsprauta fyrir þau sem starfa á þessum vettvangi hér á landi."

Mattias Wager hélt tónleika í gærkveldi fimmtudagskvöldið 18. janúar í Grafarvogskirkju þar sem hann lék fjölbreytta efnisskrá og sýndi hvernig hann spinnur á orgelið.

slg



Myndir með frétt

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • List og kirkja

  • Námskeið

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Fræðsla

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju