Friður í ljósi ritninganna

23. janúar 2024

Friður í ljósi ritninganna

Nú stendur yfir hin alþjóðlega bænavika með metnaðarfullri dagskrá bæði í Reykjavík og á Akureyri og víða um land er henni einnig gerð góð skil.

Kirkjan.is sagði frá dagskrá hennar í síðustu viku sem má sjá hér.

Þar segir dr. Grétar Halldór Gunnarsson formaður samstarfsnefndar kristinna trúfélaga að „alþjóðlega bænavikan fari fram árlega um allan heim.

Markmið hennar sé að færa saman kristið fólk úr öllum kirkjum, að þau biðji saman, meðal annars fyrir einingu kristins fólks.“

Segir hann að „bænavikan auki samkennd og systkinakærleik á milli kristinna trúfélaga og færi fólk nær hvert öðru.

Þrátt fyrir fjölbreytni í helgisiðum og kenningu þá sameinast allir í bæn, bæn fyrir einingu.

Sem liður í hinni fjölbreyttu dagskrá sem fram fer í Reykjavík er málþing í kvöld þriðjudag kl. 18:00-20:00.

Málþingið fer fram í íslensku Kristskirkjunni í Fossaleyni 14 í Grafarvogi.

Þemað er friður í ljósi ritninganna.

Boðið verður upp á súpumáltíð milli fyrirlestra.

Framsögu hafa dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur.

Dr. Jón Ásgeir fjallar um hugtakið frið í Gamla testamentinu, dr. Sólveig Anna fjallar um hugtakið frið í Nýja testmentinu og dr. Bjarni fjallar um innri og ytri frið.

Málþingið er öllum opið.

 

slg



Myndir með frétt

  • Biblían

  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samstarf

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Krakkakór.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju

02. maí 2024
...um 200 börn sungu
Anna Sigga, sr. Sigrún og Bylgja Dís

Sumarsöngvar í fangelsi

02. maí 2024
...frásögn fangaprests
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún á kynningarfundi á Selfossi

Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

02. maí 2024
...lýkur 7. maí kl. 12:00