Hádegisbænir eru í kirkjum víða um land

30. janúar 2024

Hádegisbænir eru í kirkjum víða um land

Litla altarið í safnaðarheimilinu á Egilsstöðum

Hádegisbænir eða kyrrðarstundir í hádeginu eru orðinn fastur liður í mörgum kirkjum um allt land.

Það getur verið gott í amstri dagsins að koma saman í hádeginu, hvort sem fólk er í vinnu eða er heima við.

Yfirleitt eru hádegisbænirnar með sama sniði, tónlist er leikin, ritningarlestur og íhugun sem endar með fyrirbæn fyrir fólki sem hefur beðið um bæn.

Á einstaka stað fer líka fram altarisganga.

Við litla altarið í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju eru hádegisbænir alla þriðjudaga kl. 12.00 árið um kring.

Þar er fylgt föstu en einföldu formi.

Bænastund er í 15-20 mínútur.

Kjarni stundarinnar er bæn fyrir sjúkum og bágstöddum og þá eru lesin upp nöfn þeirra sem óskað hafa fyrirbænar.

Það eru mörg nöfn á bænalistanum en alltaf er hægt að bæta fleirum við og má koma fyrirbænarefnum til prestanna.

Einnig er lesið úr biblíunni og setið um stund í hljóðri bæn og íhugun.

Eftir bænastundina er svo létt hádegishressing í boði og fólk á gott samfélag hvert við annað.

Það er lítill en trúfastur hópur sem mætir á bænastundirnar og eru öll velkomin að slást í hópinn, hvort sem það er í eitt skipti eða oftar.


slg


  • Forvarnir

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Biblían

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju