Hádegisbænir eru í kirkjum víða um land

30. janúar 2024

Hádegisbænir eru í kirkjum víða um land

Litla altarið í safnaðarheimilinu á Egilsstöðum

Hádegisbænir eða kyrrðarstundir í hádeginu eru orðinn fastur liður í mörgum kirkjum um allt land.

Það getur verið gott í amstri dagsins að koma saman í hádeginu, hvort sem fólk er í vinnu eða er heima við.

Yfirleitt eru hádegisbænirnar með sama sniði, tónlist er leikin, ritningarlestur og íhugun sem endar með fyrirbæn fyrir fólki sem hefur beðið um bæn.

Á einstaka stað fer líka fram altarisganga.

Við litla altarið í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju eru hádegisbænir alla þriðjudaga kl. 12.00 árið um kring.

Þar er fylgt föstu en einföldu formi.

Bænastund er í 15-20 mínútur.

Kjarni stundarinnar er bæn fyrir sjúkum og bágstöddum og þá eru lesin upp nöfn þeirra sem óskað hafa fyrirbænar.

Það eru mörg nöfn á bænalistanum en alltaf er hægt að bæta fleirum við og má koma fyrirbænarefnum til prestanna.

Einnig er lesið úr biblíunni og setið um stund í hljóðri bæn og íhugun.

Eftir bænastundina er svo létt hádegishressing í boði og fólk á gott samfélag hvert við annað.

Það er lítill en trúfastur hópur sem mætir á bænastundirnar og eru öll velkomin að slást í hópinn, hvort sem það er í eitt skipti eða oftar.


slg


  • Forvarnir

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Biblían

Krakkakór.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju

02. maí 2024
...um 200 börn sungu
Anna Sigga, sr. Sigrún og Bylgja Dís

Sumarsöngvar í fangelsi

02. maí 2024
...frásögn fangaprests
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún á kynningarfundi á Selfossi

Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

02. maí 2024
...lýkur 7. maí kl. 12:00