Tilnefningar til biskupskjörs

1. febrúar 2024

Tilnefningar til biskupskjörs

Tilnefningar til kjörs biskups Íslands hófust í dag en þær fara fram rafrænt meðal þjónandi presta og djákna.

Eins og fram kom í frétt á kirkjan.is þann 16. janúar s.l. þá hefjast þær kl. 12:00 hinn 1. febrúar 2024 og lýkur kl. 12:00 hinn 6. febrúar 2024.

Þeir þrír einstaklingar sem flestar tilnefningar fá, eru í kjöri til biskups Íslands.

Áætlað er að kosning biskups Íslands, að loknu tilnefningaferli, hefjist kl. 12:00 hinn 7. mars 2024 og ljúki kl. 12:00 hinn 12. mars 2024.

Ef tveir eða fleiri fá sama fjölda tilnefninga skulu þeir báðir eða allir vera í kjöri.

Séu tilnefndir færri einstaklingar en þrír eru þeir allir í kjöri.

Kjörstjórn telur tilnefningar innan sólarhrings frá því að tilnefningu var lokið.

Eins og kom fram í auglýsingu frá kjörstjórn sem birtist á kirkjan.is þann 17. janúar s.l. þá „hefur hver vígður maður sem kosningaréttar nýtur samkvæmt starfsreglum um kosningu biskups Íslands o.fl. rétt til að tilnefna til biskups allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla skilyrði til kjörs biskups Íslands.“

Rétt er að geta þess, að þrátt fyrir að nokkrir prestar hafi lýst yfir því að þau muni taka tilnefningum, má tilnefna öll þau sem eru kjörgeng, en það er hver guðfræðikandídat sem fullnægir skilyrðum til þess að gegna prestsembætti í íslensku þjóðkirkjunni.

Einnig er rétt að geta þess að það má tilnefna allt að þremur, en einnig má tilnefna tvo eða jafnvel aðeins einn.

 

 


  • Þjóðkirkjan

  • Prestar og djáknar

Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði
Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall