Fjölskyldutónleikar og orgelsmiðja

2. febrúar 2024

Fjölskyldutónleikar og orgelsmiðja

Guðný Einarsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir

Orgelkrakkaverkefni þeirra Guðnýjar Einarsdóttur og Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur heldur áfram við miklar vinsældir.

Guðný var lengi organisti í Háteigskirkju, en er nú söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Árið 2015 kom út Lítil saga úr orgelhúsi,eftir Guðnýju.

Það er myndskreytt tónlistrævintýri fyrir börn sem leiðir hlustendurna inn í töfraheim pípuorgelsins.

Sigrún Magna er organisti við Akureyrarkirkju, en þjónar einnig á Möðruvöllum í Hörgárdal og nálægum kirkjum.

Þær hafa í samvinnu unnið að verkefninu Orgelkrakkar.

Árið 2020 eignuðust Orgelkrakkar lítið orgel frá hollenska fyrirtækinu Orgelkids, sem hægt er að bjóða hópum upp á að setja saman.

Laugardaginn 3. febrúar verða hádegistónleikar og orgelsmiðjur í Hallgrímskirkju í Reykjavík kl. 12:00 á hádegi.

Fyrst verða fjölskyldutónleikar, sem eru skemmtilegir orgeltónleikar fyrir alla fjölskylduna þar sem flutt verða þekkt orgelverk í bland við kvikmynda- og dægurlagatónlist.

Flytjendur eru þær Sigrún Magna og Guðný Einarsdóttir ásamt barnahópi sem einnig spilar á orgelið og sér um kynningar.

Búast má við skemmtilegum uppákomum og óvæntum gestum!

Fram koma auk Guðnýjar og Sigrúnar Mögnu orgelnemendur úr Tónskólanaum.

Orgelkrakkar eru þau Ari Jóhann Ingu Steinunnarson, Clementina Lucia Sinis, Gréta Petrína Zimsen, Ingileif Teitsdóttir, Ísólfur Raymond Matharel og Vigdís Kristjánsdóttir.

Þau sem kynna eru Guðmundur Einar Jónsson og Hákon Geir Snorrason.

Eftir tónleikana verður boðið upp á orgelkrakkasmiðjur þar sem þátttakendur fá að setja saman lítið orgel frá grunni og prófa að spila á það.

Einnig gefst kostur á að fá að prófa að spila á stóra Klaisorgelið.

Skráning í smiðjuna fer fram strax að tónleikum loknum.

Fyrsta smiðjan hefst kl. 13:00.

Ókeypis aðgangur er að þessu öllu.

Viðburðinn má finna á  heimasíðu Hallgrímskirkju og fá þar frekari upplýsingar.

 

slg






Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Æskulýðsmál

Krakkakór.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju

02. maí 2024
...um 200 börn sungu
Anna Sigga, sr. Sigrún og Bylgja Dís

Sumarsöngvar í fangelsi

02. maí 2024
...frásögn fangaprests
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún á kynningarfundi á Selfossi

Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

02. maí 2024
...lýkur 7. maí kl. 12:00