Tilkynning vegna tilnefninga

6. febrúar 2024

Tilkynning vegna tilnefninga

Tilnefningum til kjörs biskups Íslands lauk á hádegi í dag, 6. febrúar.

Fram kom að af 164 sem máttu tilnefna hafi 160 tilnefnt.

Fulltrúar kjörstjórnar og starfsmaður Biskupsstofu mættu til Advania á hádegi til að rækja hlutverk sitt varðandi afkóðun og talningu tilnefninga, eins og gert er ráð fyrir í 13. gr. starfsreglna kirkjuþings nr. 9/2021-2022 um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Þegar kalla átti fram niðurstöður tilnefninganna kom upp tæknilegt vandamál og tókst því ekki að telja tilnefningarnar eins fljótt og gert hafði verið ráð fyrir.

Samkvæmt nefndum starfsreglum skal talningu vera lokið innan sólarhrings frá því að tilnefningum lauk.

 

slg

  • Þjóðkirkjan

  • Kosningar

Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík