Tilkynning frá kjörstjórn Þjóðkirkjunnar

7. febrúar 2024

Tilkynning frá kjörstjórn Þjóðkirkjunnar

Eins og fram kom í tilkynningum hér á vefsíðunni í gær kom upp tæknilegt vandamál þegar telja átti tilnefningar til biskupskjörs og varð því ekki af talningu.

Áréttað skal hér að engar upplýsingar fengust úr kerfinu og hvorki kjörstjórn né aðrir hafa nokkrar upplýsingar um niðurstöðurnar.

Kjörstjórn hefur verið tjáð að það sem úrskeiðis fór hafi nú verið lagað.

Að mati kjörstjórnar er tilnefningarferlið enn í gangi, en að endurtaka þurfi tiltekna tæknilega framkvæmd og telur kjörstjórn rétt að þeir sem rétt hafa til að tilnefna, endurskrái tilnefningar sínar.

Ákveðið hefur verið að það verði gert frá næstkomandi föstudegi, 9. febrúar kl. 12.00 til kl. 12.00 miðvikudaginn 14. febrúar nk.

Af þessum sökum hefur kjörstjórn sent forsætisnefnd kirkjuþings erindi, skv. 2. mgr. 8. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 9/2021-2022, þar sem fram kemur að biskupskosningu verði frestað um eina viku, þ.e. að kosning hefjist fimmtudaginn 14. mars og ljúki þriðjudaginn 19.mars nk.

 

slg


  • Þjóðkirkjan

  • Kosningar

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju