Tilkynning frá kjörstjórn Þjóðkirkjunnar

8. febrúar 2024

Tilkynning frá kjörstjórn Þjóðkirkjunnar

Vísað er til tilkynningar kjörstjórnar sem birtist hér á vefsíðu þjóðkirkjunnar í gær, þar sem tilkynnt var ráðagerð um að tilnefningar vegna kjörs biskups Íslands hæfust að nýju föstudaginn 9. febrúar, þ.e. á morgun.

Þar kom einnig fram að kjörstjórn hefði sent forsætisnefnd kirkjuþings erindi þar sem óskað var samþykkis nefndarinnar, sbr. 2. mgr. 8. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa, varðandi breytta dagsetningu kosninga frá því sem áður hafði verið ráðgert og samþykkt af forsætisnefnd.

Slíkt samþykki er forsenda fyrir því að fyrirhuguð framhaldstilnefning nái tilgangi sínum, en tiltekinn tími þarf að líða á milli tilnefninga og kosninga skv. ofangreindum reglum.

Þar sem formlegt svar forsætisnefndar kirkjuþings hefur ekki borist kjörstjórn, á hún ekki annan kost en að hætta við fyrirhugaðar endurteknar tilnefningar.

Kjörstjórn mun hittast á næstu dögum og taka ákvörðun um framhald málsins.

slg


  • Þjóðkirkjan

  • Kosningar

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní