Mikilvæg samvera fyrir Grindvíkinga

9. febrúar 2024

Mikilvæg samvera fyrir Grindvíkinga

Grindavíkurkirkja hefur staðið þétt að baki söfnuði sínum í þeim hörmungum sem dunið hafa yfir bæjarbúa nú í þrjá mánuði.

Best af öllu er að koma saman, halda utan um hvert annað, tala saman og biðja í hljóði eða upphátt.

Kirkjan er ekki aðeins kirkjuhús, heldur fólkið sem tilheyrir henni og það hefur sannast á þessum mánuðum sem Grindvíkingar hafa ekki geta sótt heimkirkjuna sína, en hafa safnast saman í nágrannakirkjum.

Sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík hefur haldið utan um þett starf ásamt kór kirkjunnar og safnaðarstarfsfólki.

Þau hafa notið aðstoðar kollega úr Kjalarnessprófastsdæmi.

Sunnudaginn, 11. febrúar verður samverustund og opið hús í Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 18:00-20:00.

Stundin hefst með bænastund kl. 18:00.

Kór Grindavíkurkirkju syngur ásamt hljómsveit og sr. Elínborg flytur hugvekju.

Hægt verður að tendra á kerti og eiga hljóða stund í kirkjunni.

Boðið verður upp á súpu og brauð og kaffi og prestar verða til samtals og hlustunar.

Grindavíkurkirkja hvetur alla til að sýna samstöðu, mæta og njóta nærveru og uppörvunar í samfélagi hvert með öðru.

Sr. Elínborg, sem hefur þjónað söfnuðinum síðan haustið 2006 og hefur því átt heimili sitt í Grindavík í á átjánda ár segir að þessar samverur hafi verið mjög gefandi bæði fyrir hana og fólkið sem hún þjónar.

Þær munu halda áfram næstu mánuði.

Auk þess vill Grindavíkurkirkja minna á afallahjalp@kirkjan.is eða hafa samband við prest þar sem hægt er að fá samtal og samfylgd í gegnum óvissu og erfiða reynslu.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Kærleiksþjónusta

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju