Andlát

12. febrúar 2024

Andlát

Sr. Karl Sigurbjörnsson - mynd RAX

Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup, lést í morgun á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík, 77 ára að aldri.

Sr. Karl fæddist 5. febrúar 1947 í Reykjavík.

Hann var sonur dr. Sigurbjörns Einarssonar, biskups og Magneu Þorkelsdóttur.

Karl var sjötti í röð átta systkina.

Hann ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og síðar cand. theol frá Háskóla Íslands.

Sr. Karl vígðist til prestþjónustu í Vestmannaeyjum þann 4. febrúar árið 1973 og var skipaður sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík þann 1. janúar 1975 og þjónaði þar í tæp 23 ár.

Sr. Karl var kjörinn biskup Íslands árið 1997 og tók við 1. janúar árið 1998 og gegndi því embætti í 14 ár.

Hann þjónaði eftir það um tíma í Dómkirkjuprestakalli.

Sr. Karl var skipaður heiðursdoktor við Háskóla Íslands.

Hann gegndi ýmsum trúnarðarstörfum fyrir Þjóðkirkjuna, sat í stjórn Prestafélags Íslands, var kirkjuþingsmaður og í kirkjuráði áður en hann var kjörinn biskup Íslands.

Eftir hann liggja fjölmargar bækur og rit, frumsamin og þýdd.

Eftirlifandi eiginkona hans er frú Kristín Þórdís Guðjónsdóttir.

Börn þeirra eru Inga Rut, sem er gift sr. Sigurði Arnarsyni, Rannveig Eva og Guðjón Davíð kvæntur Ingibjörgu Ýr Óskarsdóttur.

Barnabörnin eru 8 talsins.

Útför sr. Karls Sigurbjörnssonar fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík mánudaginn 26. febrúar klukkan 13:00

 

slg


  • Andlát

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju