Náttúran í Neskirkju

14. febrúar 2024

Náttúran í Neskirkju

Neskirkja í Reykjavík

Í dag er öskudagur og því upphafsdagur föstu.

Margir hafa þann sið að breyta lifstíl sínum þessar sjö vikur fyrir páska.

Í kirkjunni er þess minnst með margvíslegum hætti, m.a. með sérstökum föstumessum.

Sunnudaginn 18. febrúar kl. 18:00 verður samvera í Neskirkju í Reykjavík um vistvernd og sjálfbærni.

Þetta er á fyrsta sunnudegi í föstu.

Þótt fastan hafi trúarlegt inntak bendir allt til þess að upphaflega hafi hún snúist um nægjusemi og nauðsynlega framsýni.

Tilgangur hennar var sá að fólk myndi ekki éta sig ekki út á gaddinn þegar lítið var eftir í matarbúrinu á bæjunum í vetrarlok.

Bann við neyslu á kjöti og öðru feitmeti hafði þann tilgang að undaneldisgripirnir gætu skilað af sér afkvæmum og að útsæðið væri enn til staðar þegar fór að vora.

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur í Nesprestskalli segir að „þessi hugsun eigi erindi við okkur nútímafólk.

Við höldum okkar kjötkveðjuhátíðir á bollu-, sprengi- og öskudegi en neytum svo áfram og sóum eins og enginn sé morgundagurinn"

segir sr. Skúli.

"Þetta má auðvitað skoða í víðtækara samhengi.

Samtal þetta í Neskirkju, á fyrsta sunnudegi í föstu snýr að tímabærri umræðu um vistvernd.

Markmiðin eru þessi“ segir sr. Skúli:

„Að byggja brú á milli fræða og gjörða.

Að kalla eftir ástríðu fyrir náttúruvernd.

Að skapa vettvang fyrir formlega umræðu á þessu sviði.

Að finna fleiri leiðir til að halda baráttunni áfram.

Frummælandi er dr. Skúli Skúlason líffræðingur og fyrrum rektor Háskólans á Hólum.

Að loknu erindi hans eru pallborðsumræður þar sem eftirtalin sitja:

Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og prófessor við Guðfræði- og Trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Snorri Sigurðsson, líffræðingur.

Einnig flytur Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar fimm mínútna örerindi.

Boðið verðúr upp á grænmetissúpu og tímabærar umræður um brýnustu mál samtíma og framtíðar.“

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Umhverfismál og kirkja

  • Fræðsla

Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði
Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall