Askan og krossinn á Stjörnustund í Fellabæ

15. febrúar 2024

Askan og krossinn á Stjörnustund í Fellabæ

Aska á hjörtum

Í gær, öskudag, var upphafsdagur föstu.

Nú hittist þannig á að öskudagur og Valentínusardagur féllu á sama daginn.

Valentínusardagurinn er dagur elskenda og er tileinkaður heilögum Valentíusi og á uppruna sinn frá 14. öld.

Mörg hafa eflaust gert sér glaðan dag í tilefni þess og mörg rauð hjörtu farið á milli fólks.

Í Kirkjuselinu í Fellabæ er í hverri viku Stjörnustund þar sem krakkar í 1.-4. bekk hittast í fjölbreyttu og skemmtilegu kirkjustarfi.

Stjörnustundirnar eru í kirkjum víða um land og gefa 6-9 ára krökkum tækifæri til að hittast í kringum söng, leik og biblíusögur eftir að skóladeginum lýkur.

„Nú í byrjun föstu veltu krakkarnir í Kirkjuselinu í Fellabæ austur á Héraði fyrir sér hvernig askan og krossinn tengjast skírninni og lífinu okkar sem kristnar manneskjur“ segir sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Egilsstðaprestsakalli.

„Þau fengu að spreyta sig á að teikna krossmerki með ösku á lítil hjörtu sem þau fengu síðan að taka með sér heim.

Öskukrossinn á hjartanu minnir okkur á óendanlegan kærleika Guðs sem birtist okkur í Jesú Kristi eins og við íhugum sérstaklega núna á föstunni í aðdraganda kyrruviku og páska“

segir sr. Kristín Þórunn að lokum, en hún tók meðfylgjandi myndir


slg




Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði
Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju