Askan og krossinn á Stjörnustund í Fellabæ

15. febrúar 2024

Askan og krossinn á Stjörnustund í Fellabæ

Aska á hjörtum

Í gær, öskudag, var upphafsdagur föstu.

Nú hittist þannig á að öskudagur og Valentínusardagur féllu á sama daginn.

Valentínusardagurinn er dagur elskenda og er tileinkaður heilögum Valentíusi og á uppruna sinn frá 14. öld.

Mörg hafa eflaust gert sér glaðan dag í tilefni þess og mörg rauð hjörtu farið á milli fólks.

Í Kirkjuselinu í Fellabæ er í hverri viku Stjörnustund þar sem krakkar í 1.-4. bekk hittast í fjölbreyttu og skemmtilegu kirkjustarfi.

Stjörnustundirnar eru í kirkjum víða um land og gefa 6-9 ára krökkum tækifæri til að hittast í kringum söng, leik og biblíusögur eftir að skóladeginum lýkur.

„Nú í byrjun föstu veltu krakkarnir í Kirkjuselinu í Fellabæ austur á Héraði fyrir sér hvernig askan og krossinn tengjast skírninni og lífinu okkar sem kristnar manneskjur“ segir sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Egilsstðaprestsakalli.

„Þau fengu að spreyta sig á að teikna krossmerki með ösku á lítil hjörtu sem þau fengu síðan að taka með sér heim.

Öskukrossinn á hjartanu minnir okkur á óendanlegan kærleika Guðs sem birtist okkur í Jesú Kristi eins og við íhugum sérstaklega núna á föstunni í aðdraganda kyrruviku og páska“

segir sr. Kristín Þórunn að lokum, en hún tók meðfylgjandi myndir


slg




Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju