Afmælisguðþjónusta Kvennakirkjunnar

17. febrúar 2024

Afmælisguðþjónusta Kvennakirkjunnar

Sr. Auður Eir og kvennakirkjukonur

Sunnudaginn 18. febrúar klukkan 20:00 verður afmælisguðsþjónusta Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju.

Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir stofnandi Kvennakirkjunnar mun predika og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng.

Anna Sigríður Helgadóttir syngur og Elísabet Þorgeirsdóttir les bænir.

Það verður sungið og beðið og á eftir afmælisguðsþjónustunni verður drukkið afmæliskaffi.

Sr. Auður Eir sem er stofnandi Kvennakirkjunnar hefur sent frá sér afmælisóskir af þessu tilefni.

Í afmæliskveðjunni segir sr. Auður Eir meðal annars:

„Nú eigum við afmæli þann 14. febrúar.

Það er 31. afmælið okkar.

Ekkert smá.

Við ætlum að spyrja hver aðra í afmælismessunni hvað við höfum verið að gera saman í öll þessi ár.

Tölum meira um það á sunnudaginn.

Við skulum líka hugsa ögn um okkar eigið líf í öll árin okkar.

Hvað gerðir þú?

Eins og alltaf stend ég á því fastar en fótunum að það skipti blátt áfram öllu hvað við hugsum um það.

Hvað finnst þér?“

Í lok kveðju sinnar segir sr. Auður Eir:

„En hvað við eigum gott að geta sagt hver annarri í öllum messunum okkar að Guð, vinkona okkar, þekkir þetta allt og veit hvernig við getum hugsað og hætt að hugsa.

Og hugsað nýjar hugsanir.

Flest sem við gerðum var blátt áfram dásamlegt.

Af því að við erum yndislegar manneskjur.

Af því að við erum vinkonur Guðs.

Hvað segirðu?

Blíðar kveðjur. Auður Eir“


slg


  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

Prestar og djáknar 2024

Presta- og djáknastefnan var sett í gær

17. apr. 2024
...í Stykkishólmi
Garðakirkja á Álftanesi - mynd: hsh

Þau sóttu um

17. apr. 2024
...Garðaprestakall
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún.jpg - mynd

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apr. 2024
...kosið verður á milli sr. Guðmundar Karls og sr. Guðrúnar