Barnakór Hjallakirkju hefur vaxið í vetur

20. febrúar 2024

Barnakór Hjallakirkju hefur vaxið í vetur

Kirkjan er þekkt um allt land fyrir öflugt kórastarf og öflugt barnastarf.

En hversu vel þekkjum við hið gríðarlega mikilvæga starf sem felst í barnakórastarfi kirkjunnar.

Kirkjan.is mun á næstunni fjalla um barnakórastarfið og hefur leitað eftir upplýsingum um það í öllum prófastsdæmum landsins.

Fréttaritari kirkjan.is talaði við Gróu Hreinsdóttur organista í Hjallakirkju og hafði hún eftirfrandi að segja:


„Ég stofnaði barnakór við Hjallakirkju í haust þótt aðeins væri liðið á skólabyrjun.

Við vorum auðvitað hrædd við að börnin væru búin að koma sér í allskonar tómstundastarf í frítímanum og ég var lengi að átta mig á því hvernig best væri að setja í gang.

Fyrst var að finna hentugan æfingatíma!

Mér datt í hug að kannski væri minnst um íþróttaæfingar á föstudögum og auglýsti barnakór á föstudögum kl 16:00.

Fyrstu vikurnar voru að koma 2 - 4 börn.

Þá setti ég heilann í gang og hann sagði: Finndu gulrót!

Ég talaði við Diljá sem vann söngvakeppnina í fyrra og bað hana um að syngja aðventutónleika með kórnum og fékk jákvæð viðbrögð.

Þá gat ég auglýst : Krakkar - viljiði syngja á tónleikum með Diljá? og auðvitað komu mörg börn, sem vildu vera með.

Og kórinn söng tónleika á messutíma kl 11:00 á fyrsta sunnudegi í aðventu við góðar undirtektir.

Núna eftir áramót hafa verið að mæta um 15 börn á æfingar, en þau eru ekki skráð og ég veit ekki alveg uppá hár hve mörg þau í raun eru, kannski 20 og þetta lofar góðu hjá okkur.

Ég ákvað að breyta æfingatímanum og æfi nú kórinn á sunnudögum kl. 13:00.

Og þannig var að strax á annarri æfingu á þessu ári fann ég að þau voru í mjög góðu söngstuði og sunnudaginn 11. febrúar var messa í kirkjunni kl 13:00 og kórinn kom inn eftir prédikun og söng þrjú lög.

Þann dag voru þau 15 en það gleymdist alveg að taka mynd.

Börnin eru í 1. - 4. bekk grunnskólanna Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Snælandsskóla"

segir Gróa Hreinsdóttir.

 

slg

 


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Barnastarf

Forseti Íslands flytur hugvekju

Forseti fjallaði um áskoranir í lífi ungs fólks

14. okt. 2024
...á kirkjudegi í Bessastaðasókn
Hofskirkja í Vopnafirði

Laust starf sóknarprests við Hofsprestakall

14. okt. 2024
...auk þess tímabundin afleysing á Þórshöfn
Guðrún biskup í ræðustól

Biskup Íslands í Prag

11. okt. 2024
...á Evrópufundi Lútherska heimssambandsins