Þrír barnakórar starfa í Langholtskirkju

22. febrúar 2024

Þrír barnakórar starfa í Langholtskirkju

Krúttakór - mynd af vef Langholtskirkju

Langholtskirkja hefur löngum verið þekkt fyrir blómlegt tónlistarlíf.

Nýlega sagði kirkjan.is frá flutningi Kórs Langholtskirkju  á Jóhannesarpassíu J.S. Bach.

En fréttaritara kirkjan.is lék forvitni á að vita hvernig væri með barnakórastarfið þar og komst að því að þar starfa hvorki meira né minna en þrír barnakórar fyrir mismunandi aldurshópa.

Krúttakór  fyrir 4-6 ára.

Graduale Liberi  fyrir þau sem eru í 2.-3. bekk.

og Graduale Futuri fyrir þau sem eru í 4.-7. bekk.

Krúttakór Langholtskirkju er ætlaður söngfuglum á aldrinum fjögurra til sex ára.

Æfingar fara fram einu sinni í viku og endar hver önn á tónleikum.

Kórinn tekur einnig þátt í fjölskyldumessu einu sinni á önn.

Kórinn tekur til starfa í byrjun september og æfir út apríl.

Æfingar eftir áramót hófust 10. janúar og fara þær fram á miðvikudögum milli kl. 16:00 og 18:00 í safnaðarheimili Langholtskirkju.

Börn sem fædd eru 2019 æfa kl. 16:15- 16:45.

Börn sem fædd eru 2018 æfa kl. 16:50 – 17:20 og börn sem fædd eru 2017 æfa kl. 17:30 – 18:00.

Kórstjórar veturinn 2023-2024 eru Björg Þórsdóttir og Sunna Karen Einarsdóttir.

Graduale Liberi er ætlaður börnum í 2. og 3. bekk og hentar jafnt byrjendum sem og börnum sem áður hafa sungið í Krúttakórnum.

Kórinn syngur nokkrum sinnum í fjölskyldumessum yfir vetrartímann og kemur fram á aðventukvöldi kirkjunnar.

Að vori taka allir barnakórar kirkjunnar þátt í vortónleikum.

Kóræfingar hófust eftir áramót þann 9. janúar og fara fram safnaðarheimili Langholtskirkju á þriðjudögum kl. 16:00 – 16:45.

Kórstjóri er Sunna Karen Einarsdóttir.

Graduale Futuri er eldri barnakór kirkjunnar og er framhald af Graduale Liberi en tekur þó einnig við byrjendum í söngnámi.

Kórinn er ætlaður börnum í 4. – 7. bekk.

Kórinn syngur í messu tvisvar á önn og á tónleikum í lok annar.

Kórinn fer reglulega í kórferðalög og tekur þátt í ýmsum spennandi verkefnum.

Kóræfingar hófust eftir áramót þann 9. janúar og fara fram í safnaðarheimili Langholtskirkju á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15:00 – 16:30.

Kórstjóri er Sunna Karen Einarsdóttir.

 

slg

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju