Barnakórastarf í Guðríðarkirkju í þremur hópum

27. febrúar 2024

Barnakórastarf í Guðríðarkirkju í þremur hópum

Barnakórastarfið í Guðríðarkirkju í Grafarholti hefur vaxið og dafnað undanfarin ár.

Barnakórarnir eru hvorki meira né minna en þrír talsins.

Börn á aldrinum tveggja til þriggja ára tilheyra Bangsakór.

Börn á aldrinum fjögurra til fimm ára tilheyra Krílakór og börn í fyrsta bekk grunnskólans tilheyra Stjörnukór.

Að sögn sr. Maríu Rutar Baldursdóttur prests í Guðríðarkirkju þá koma vikulega um 50 börn saman í kirkjunni og æfa í 30-40 mínútur senn.

„Kórastarfið er gjaldfrjálst og er öllum boðið upp á hressingu fyrir eða eftir kennslu.

Áherslan í yngri kórunum er sönggleði og samvera og eru foreldrar hvattir til að taka þátt í stundinni.

Börnin fá þó líka tækifæri til þess að æfa sjálfstæði í gegnum skemmtilegar æfingar og leiki.

Í eldri hópum er auk þess áhersla á að efla taktskyn, tóneyra og tónsköpun.

Lagt er upp með að kórarnir komi fram í að minnsta kosti einni messu á hvorri önn og í lok annar eru haldnir glæsilegar tónleikar þar sem kórarnir láta ljós sitt skína“

segir sr. María Rut.

Með kórstjórn fara Alda Dís Arnardóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Tónlist

  • Barnastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju