Barnakór í Vídalínskirkju gefur út nýtt lag

29. febrúar 2024

Barnakór í Vídalínskirkju gefur út nýtt lag

Vídalínskirkja

Í Vídalínskirkju í Garðabæ er afar fjölbreytt tónlistarlíf.

Því er forvitnilegt að fá fréttir af því hvað þar er boðið upp á fyrir börn og unglinga.

Að sögn sr. Jónu Hrannar Bolladóttur sóknarprests í Garðaprestskalli þá er kór fyrir 6-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára á þriðjudögum og svo er það gospelkór Jóns Vídalín sem er fyrir 16 ára og eldri.

„ Við erum búin að vera með kórana í mörg ár“ segir sr. Jóna Hrönn.

„ Ingvar Alfreðsson og Davíð Sigurgeirsson stýra yngri kórunum og Davíð stýrir gospelkórnum.

Sigga Ózk hefur líka komið inn í starfið með unglingakórnum.

Gospelkórinn hefur verið í mörgum verkefnum og barnakórarnir eru að frumsýna nýtt sunnudagaskólalag ,,Ég held með þér” á æskulýðsdaginn 3. mars á netinu.

Það voru Davíð og Ingvar sem sömdu lag og texta með börnunum sjálfum.

Við fengum svo góðan tökumann og hljóðmann til að taka lagið upp og eftir frumsýningu á Æskulýðsdaginn fer lagið „Ég held með þér“ á spotify og youtube/Vídalínskirkja.

Af þessu tilefni voru búnir til bolir sem á stendur „Ég held með þér“ og Vídalínskirkja.

Börnin í kórunum hafa svo litað bolina í öllum regnbogans litum.

Allir þessir kórar hafa tekið þátt í sjónvarpsdagskrám, eins og Stundinni okkar.

Barnakórarnir sungu líka í sjónvarpinu með Sölku Sól eitt árið sem var mikil upplifun.

Gospelkórinn söng í jólaþætti stöðvar 2 og félagar úr gospelkórnum hafa verið í tónlistarþáttum Eyþórs Inga á stöð 2.

Svo er stór kirkjukór og svo Garðakórinn sem er kór eldri Borgara.

Barnakórarnir koma fram fyrsta sunnudag í mánuði í fjölskylduguðsþjónustu allan veturinn.

Í staðinn býður söfnuðurinn þeim á viku tónlistarnámskeið að sumrinu í Vídalínskirkju sem æskulýðsfulltrúi og kórstjórar leiða ásamt prestum.

Þar ríkir alltaf mikil stemning“ segir sr. Jóna Hrönn „og í lok námskeiðsins fara þau á dvalarheimilið að Hrafnistu í Hafnarfirði og dvalarheimilið Ísafold í Garðabæ og syngja fyrir heimilisfólk og starfsfólk og gleðja svo innilega.“

Hér fyrir neðan má sjá mynd af Gospelkór Jóns Vídalín.


slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju