Alþjóðlegur bænadagur kvenna er í dag

1. mars 2024

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er í dag

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er í dag, 1. mars.

Þessi bænadagur er ávallt fyrsta föstudag í marsmánuði og hefur verið haldið upp á hann í yfir 65 ár þrátt fyrir að eitt árið dytti helgihaldið út vegna Covid-19.

Þessi dagur á sér upphaf í bænahópum kvenna í N-Ameríku á 19 öld og fór að breiðast út um allan heiminn á fyrri hluta 20.aldar.

Þann 8. mars árið 1935 var dagurinn fyrst haldinn hér á landi og voru það konur í Kristniboðssambandi kvenna sem áttu veg og vanda af því að hefja þetta verkefni hérlendis.

Frá árinu 1959 hefur dagurinn verið árviss viðburður.

Að sögn sr. Hildar Bjarkar Hörpudóttur sóknarprests í Reykholtsprestakalli þá var bænadagurinn í umsjá Hjálpræðisherskvenna fyrstu þrjátíu árin, en síðan hafi sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir haft frumkvæði að því að kalla saman samkirkjulegan hóp kvenna til að undirbúa þennan merkilega dag ár hvert.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir setti síðan bænadaginn á dagskrá Þjóðkirkjunnar.

„Haldið er upp á daginn með helgistund“ segir sr. Hildur Björk „með efni sem kristnar konur í ákveðnu landi hafa samið og skrifað.

Í ár verður bænadagurinn helgaður konum frá Palestínu með þemanum "Ég bið þig..umberið hvert annað í kærleika" að leiðarljósi og verður stundin haldin í kirkju Óháða safnaðarins kl.18.00 í kvöld þann 1.mars.“


Þemað kemur úr Efesusbréfinu 4:1-7.

Þar segir:


„Ég, bandinginn vegna Drottins, áminni ykkur þess vegna um að hegða ykkur svo sem samboðið er þeirri köllun sem þið hafið hlotið.

Verið í hvívetna lítillát og hógvær.

Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað.

Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins.

Einn er líkaminn og einn andinn eins og Guð gaf ykkur líka eina von þegar hann kallaði ykkur.

Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllum, með öllum og í öllum.

Sérhvert okkar þáði af Kristi sína náðargjöf.“


Sr. Hildur Björk segir að helgistundin verði í höndum undirbúningshóps alþjóðlegs bænadags kvenna á Íslandi en um er að ræða samkirkjulegan hóp kvenna úr mörgum söfnuðum eins og Þjóðkirkjunni, Fríkirkjunum, Fíladelfíu, Óháða söfnuðinum, KFUK, Kristniboðssambandinu, Íslensku Kristkirkjunni, Hjálpræðishernum, Aðventistum, Kaþólsku kirkjunni og fleirum.

Þessar konur munu sjá um að lesa bænir, frásagnir kvenna frá Palestínu og ritningarlestra ásamt því að boðið verður upp á hugvekju sem biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir flytur.

Kórinn Ljósbrot undir stjórn Keith Reeds flytur sálma og lög og sér um undirspil í öðrum þáttum helgistundarinnar.

Eftir stundina verða veitingar í boði Þjóðkirkjunnar.

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er líka haldinn víða um land og verða í kvöld samverur í Vestmannaeyjum, Egilsstöðum og í Húnaþingi og á fleiri stöðum víða um landið.

„Í ár verður bænadagurinn tileinkaður konum frá Palestínu og bjóðum við allar konur innilega velkomnar til þessarar stundar í bæn, friði og í kærleika“

segir sr. Hildur Björk að lokum.


slg


  • Biblían

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Alþjóðastarf

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar