Alþjóðlegi bænadagurinn á Egilsstöðum

4. mars 2024

Alþjóðlegi bænadagurinn á Egilsstöðum

Kirkjan.is sagði frá því fyrir helgi að Alþjóðlegi bænadagurinn hafi verið á föstudaginn og voru bænastundir víða um land.

Meðal annars voru samkomur í Vestmannaeyjum, á Egilsstöðum og í Húnaþingi og á fleiri stöðum á landinu.

Eins og fram kemur í fréttinni var bænadagurinn haldinn hátíðlegur á Austurlandi.

Að sögn sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur, prests í Egilsstaðaprestakalli og tengils kirkjan.is á Austurlandi, þá hittist fólk til að biðja með orðum og reynslu frá konum í Landinu helga, kristnum konum í Palestínu, sem tengja lífsreynslu sína við landið, náttúruna og söguna.

„Í Kirkjuselinu Fellabæ, sameinuðumst við í bæn fyrir friði og fyrir öllum sem nú þjást vegna stríðs og ófriðar.

Gömul ólífutré, sítrusávextir, lífssögur og reynsla kvenna á sársaukafullum tímum í Landinu helga var inntak bænadagsins í ár.

Til að heiðra löndin við botn Miðjarðarhafsins reiddum við fram léttar veitingar sem tengja okkur í bragði, lykt og sjón við Landið helga og fólkið sem þar lifir.

Á altarinu var lítið sítrustré í sítrónukransi sem minnti á Landið helga og náttúru þess.

Á matarborðinu voru döðlur, möndlur, apríkósur, flatbrauð, alls konar ídýfur og sérlega ljúffeng kúskúskaka í boði organistans, Sigríðar Laufeyjar Sigurjónsdóttur.

Það var góð þátttaka í bæn og samstöðu um frið, umburðarlyndi og réttlæti í heiminum sem Guð elskar“

segir sr. Kristín Þórunn

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá bænadeginum.  

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur í Egilsstsðaprestakalli og prófastur í Austurlandsprófastsdæmi blessar söfnuðinn.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju