Getur díakónían bjargað kirkjunni?

4. mars 2024

Getur díakónían bjargað kirkjunni?

Prófessor emerita Ninna Edgardh

Djáknaráðstefna verður haldin í safnaðarheimili Hallgrímskirkju á morgun þann 5. mars frá kl. 10:00- 12:00.

Áhugaverð erindi verða flutt þar, en yfirskrift ráðstefnunnar er:

Getur díakonían bjargað kirkjunni? Djáknaráðstefna með Ninnu Edgardh.

Ninna Edgardh, prófessor emerita við háskólann í Uppsölum,  heldur tvö erindi á ráðstefnunni.

Hún hefur kennt og sinnt rannsóknum í kirkjufræðum (ecclesiology), diakoníu og félagsvísindum.

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir.

Fyrra erindið ber yfirskriftina: Getur diakonían bjargað kirkjunni?

Þar mun hún fjalla um hlutverk kristinna safnaða í kreppuástandi.

Auk þess talar hún um díakoníu Guðs og þjónustu kirkjunnar í þágu heimsins og ræðir um nýjan skilning á díakoníu sem byggir á nauðsyn þess að hlúa að náunga okkar, þar á meðal öðrum en mönnum.

Eftir fyrra erindið verða umræður og fólk fær sér kaffisopa.

Seinna erindið er um hlutverk díakoníu í Svíþjóð og víðar.

Er það byggt á nýjum bókmenntum og evrópskum verkefnum sem Ninna hefur tekið þátt í.

Ber það yfirskriftina: Getur díakonían bjargað kirkjum í kreppum?

Einnig spyr hún spurningarinnar: Getur díakonían bjargað heiminum í kreppum?

Hádegisverður í boði Djáknafélagsins verður klukkan 12:00-13:15.

Þessi ráðstefna sem er á vegum Djáknafélags Íslands, en er studd af Biskupsstofu og stéttarfélaginu Visku.

Djákafélagið er fagfélag innan Visku.

 

slg


  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Heimsókn

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju