Andlát

6. mars 2024

Andlát

Sr. Cecil Kristinn Haraldsson er látinn 81 árs að aldri.

Cecil fæddist í Stykkishólmi þann 2. maí árið 1943.

Foreldrar hans voru Haraldur Ísleifsson og Kristín Cecilsdóttir.

Cecil tók stúdentdpróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1962 og theol. kand frá Lundarháskóla árið 1980.

Hann tók framhaldsnám í guðfræði og heimspeki við sama háskóla 1980-1983 og tók fil. kand. árið 1983.

Hann tók lestrarpróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1986.

Cecil starfaði sem kennari við Barnaskólann á Ísafirði 1963-64 og við Miðskólann í Stykkishólmi 1964-1970.

Hann var skólastjóri Barna- og unglingaskólans á Laugum í Dalasýslu 1970-1971.

Hann var kennari við Víghólaskóla í Kópavogi 1971-1973 og skólastjóri Gagnfræðaskólans í Neskaupsstað 1973-1974 og varð síðan kennari við Garðaskóla í Garðabæ 1974-1976.

Cecil var vígður þann 22. janúar árið 1984 í Dómkirkjunni í Lundi í Svíþjóð og varð prestur í Burlöv í Suður Svíþjóð 1984-1986.

Hann varð forstöðumaður öldrunarþjónustu á Akureyri árin 1986-1988 og prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík frá ágúst 1988 til 1997.

Sr. Cecil vr settur sóknarprestur í Seyðisfjarðarprestakalli frá 1. júlí 1998 og skipaður frá 1. september 1999 þar sem hann starfaði til starfsloka.

Fyrri kona sr. Cecils var Ólína Salome Torfadóttir.

Börn þeirra eru Kristín Haralda og Haraldur Ísleifur.

Eftirlifandi eiginkona sr. Cecils er Kristín Guðveig Sigurðardóttir.

Þau eiga eina dóttur, Þorbjörgu Ölmu.

Stjúpdóttir sr. Cecils og dóttir Kristínar er Guðlaug Vala Smáradóttir.

Útförin verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju þann 14. mars.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Andlát

Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði
Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju