Síðari hluti kirkjuþings hefst á morgun

7. mars 2024

Síðari hluti kirkjuþings hefst á morgun

Síðari hluti kirkjuþings hefst í safnaðarsal Háteigskirkju föstudaginn 8. mars kl. 10:00.

Hefst það með fundarsetningu og helgistund.

Fyrir verða tekin eftirfarandi mál til fyrri umræðu:

36. mál. Fyrri umræða.

Ársreikningur Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2023.

Flutt af Framkvæmdanefnd.

Framsögumaður er Rúnar Vilhjálmsson.

37. mál.  Fyrri umræða.

Tillaga að starfsreglum um breytingu á stsarfsreglum nr. 26/2023-2024 um áframhaldandi gildi starfsreglna um leikmannastefnu nr. 874/2004, með síðari breytingum.

Flutt af Steindóri R. Haraldssyni.

Framsögumaður er Steindór R. Haraldsson.

38. mál. Fyrri umræða.

Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 8/2022-2023  sem fjallar um afnám skyldu til að leggja til embættisbústað fyrir biskup Íslands.

Flutningsmenn eru: Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, Auður Thorberg Jónasdóttir, Áslaug I. Kristjánsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Einar Örn Björgvinsson, Konráð Gylfason, Ólafur Gestur Rafnsson, Óskar Magnússon, Stefán Magnússon.

Framsögumaður er Stefán Magnússon

39. mál. Fyrri umræða.

Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa, nr. 44/2021-2022.

Fjallar það um að reglurnar falli brott við samþykkt kjarasamnings.

Flutt af Einari Má Sigurðarsyni og Margréti Eggertsdóttur.

Framsögumaður er Einar Már Sigurðarson.

40. mál. Fyrri umræða.

Tillaga til þingsályktunar um sölu fasteigna. Desjarmýri.

Flutt af framkvæmdanefnd kirkjuþings.

Framsögumaður er Rúnar Vilhjálmsson.


Síðari umræða verður um eftirfarandi mál  frá 64. kirkjuþingi 2022-2023.

48. mál. Síðari umræða.

Tillaga að starfsreglum um breytingar á ýmsum starfsreglum kirkjuþings.

Það fjallar um eftirlitsnefnd og fleira.

Lagt verður fram nefndarálit löggjafarnefndar.

50. mál. Síðari umræða.

Tillaga til þingsályktunar um innri endurskoðun stjórnarheilda íslensku þjóðkirkjunnar.

Lagt verður fram nefndarálit löggjafarnefndar.

53. mál. Síðari umræða.

Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun framtíðarskipanar Þjóðkirkjunnar o.fl.

Lagt verður fram nefndarálit  löggjafarnefndar og breytingartillaga BME, ES, RV.

65. kirkjuþing 2023-2024.

14. mál. Síðari umræða.

Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á starfsreglum um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar nr. 1074/2017, með síðari breytingu.

Lagt verður fram nefndarálit  löggjafarnefndar.

20. mál. Síðari umræða.

Tillaga til þingsályktunar um aukna hlutdeild ungs fólks á kirkjuþingi.

Lagt verður fram nefndarálit  allsherjarnefndar.

21. mál. Síðari umræða.

Tillaga til þingsályktunar um stjórnskipan Þjóðkirkjunnar á grundvelli fyrri samþykktar auka kirkjuþings frá árinu 2021, 7. máli með þar til gerðum breytingum og nefndaráliti löggjafsnefndar og fjárhagsnefndar.

22. mál. Síðari umræða.

Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um fjármál Þjóðkirkjunnar nr. 13/2021-2022.

Lögð verða fram tvö nefndarálit frá fjárhagsnefnd, meirihlutanefndarálit og minnihlutanefndarálit.

28. mál. Síðari umræða.

Tillaga til þingsályktunar um hlutdeild unga fólksins í kirkjustarfi og stjórn.

Lagt verður fram nefndarálit allsherjarnefndar.

Þá verður 6. fundi slitið og þingnefndir taka til starfa.

Laugardaginn 9. mars hefst þingfundur kl. 9:00 með fundarsetningu og helgistund.

Þá verða tekin fyrir eftirfarandi mál:

36. mál. Síðari umræða.

Ársreikningur Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2023.

Lagt verður fram nefndarálit fjárhagsnefndar.

37. mál. Síðari umræða.

Tillaga að starfsreglum um áframhaldandi gildi starfsreglna um leikmannastefnu nr. 874/2004, með síðari breytingum.

Lagt verður fram nefndarálit löggjafarnefndar.

38. mál. Síðari umræða.

Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 8/2022-2023.

Það fjallar um afnám skyldu til að leggja til embættisbústað fyrir biskup Íslands. Lagt verður fram nefndarálit löggjafarnefndar.

39. mál. Síðari umræða.

Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa, nr. 44/2021-2022.

Lagt verður fram nefndarálit fjárhagsnefndar.

40. mál. Síðari umræða

Tillaga til þingsályktunar um sölu fasteigna. (Desjarmýri)

Lagt verður fram nefndarálit fjárhagsnefndar.

Þá fara fram kosningar.

a. Aðgerðateymi þjóðkirkjunnar.

Lagt er til að kjósa þriggja manna aðgerðateymi þjóðkirkjunnar er varða einelti o.fl. sbr. starfsreglur nr. 52/2022-2023

b. Úthlutunarnefnd Jöfnunar- og Kristnisjóðs þrír aðalmenn og þrír varamenn.

c. Kosning þriggja manna nefndar um athugun á rýmkun kosningarréttar við kirkjuþings- og biskupskjör sbr. 11. mál 2023-2024.

d. Kosning framkvæmdanefndar

Að loknum kosningum verða þingslit.

 

slg








  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Fundur

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju