Sumarbúðir eldri borgara

8. mars 2024

Sumarbúðir eldri borgara

Gæðastund í kapellunni

Sumarbúðir eldri borgara verða á Löngumýri í Skagafirði í sumar eins og mörg undanfarin ár.

Undanfarin ár hefur verðið haldin dýrðleg skemmtun til styrktar Orlofsbúðunum með miklum söng og skemmtiatriðum.

Skemmtun þessi hefur verið nefnd Löngumýrarvaka.

Í ár verður hún í Digraneskirkju og er haldin í kvöld, föstudagskvöldið 8. mars.

Þar verður mikill söngur, glens og gaman.

Fram munu koma frábærir skemmtikraftar.

Þar mun líka fara fram kynning á orlofinu og eru allir velkomnir.

Það sem inn kemur fyrir miðasölu og happdrætti fer allt til styrktar sumarbúðunum.

Langamýri er fræðslusetur þjóðkirkjunnar.

Það stendur á flatanum neðan við Varmahlíð í Skagafirði.

Þar var áður húsmæðraskóli.

Húsnæðið hentar mjög vel fyrir starfsemi eins og orlofsbúðir fyrir eldra fólk enda er nánast allt á sömu hæð.

Fáein þrep eru niður í setustofuna og tvö herbergjanna eru á efri hæð en annars er allt á einu og sama gólfinu.

Gist er í eins og tveggja manna herbergjum, eitt þriggja manna herbergi er á staðnum.

Salerni eru sameiginleg en eru mjög mörg og nálægt hverju herbergi.

Í rúmgóðum matsalnum er borðað fimm sinnum á dag og í eldhúsinu starfar dásamlegt starfsfólk úr héraðinu.

Innangengt er í kapellu og þar er boðið upp á stundir kvölds og morgna.

Gist er í uppbúnum rúmum og handklæði fylgja.

Sundlaug og heitur pottur eru á staðnum.

Boðið er upp á gönguferð á hverjum degi, einnig létta stólaleikfimi.

Einn daginn er farið í menningarferð um héraðið.

Kvöldvökur, söngur og gleði eru daglegt brauð, svo er oft boðið upp á spil, bingó, púsluspil og aðra skemmtun.

Sumarið 2024 verða sex hópar og hefst skráning  á morgun laugardaginn 9. mars kl. 12:00.

Skráning fer fram hér.

Hóparnir verða á eftirtöldum tímum:

1. Hópur 26. maí til 1. júní

2. Hópur 2.- 7. júní

3. Hópur 9.-15. júní

4. Hópur 23.-28. júní

5. Hópur 30. júní – 6. júlí

6. Hópur 7.-12. Júlí


slg



Myndir með frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Eldri borgarar

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar