Framkvæmdanefnd um málefni innflytjenda og flóttafólks

11. mars 2024

Framkvæmdanefnd um málefni innflytjenda og flóttafólks

Sr. Kristín Þórunn, Heiða, sr. Heiðrún, sr. Árni Þór, Ívar og sr. Toshiki

Framkvæmdanefnd um málefni innflytjenda og flóttafólks kom saman fyrir helgi.

Formaður nefndarinnar er sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir, sóknarprestur á Borg á Mýrum.

Nefndin starfar náið með alþjóðlega söfnuðinum sem á heimili sitt í Breiðholtskirkju, sem sr. Toshiki Toma og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prestar innflytjenda þjóna.

Í skipunarbréfi nefndarinnar, sem Kirkjuþing samþykkti árið 2021 kemur fram að nefndin skuli „fylgja eftir stefnu þjóðkirkjunnar í þessum málaflokki með því að skipuleggja þjónustu fyrir flóttafólk, leiða framkvæmd þjónustunnar og leggja mat á árangur stefnunnar.

Hún leiðbeini og aðstoði söfnuði þjóðkirkjunnar í þessum málaflokki“.

Nefndin hittist reglulega á fjarfundum enda situr fólkið í henni út um allt land, svo sem á Egilsstöðum, Vík í Mýrdal, Borgarnesi og Reykjanesbæ.

En nú í vikunni gafst tækifæri til að hittast í raunheimum í Reykjavík og var myndin sem hér fylgir tekin af því tilefni.

Á þeim fundi voru m.a. línur lagðar fyrir næstu skref starfseminnar.

Hugur stendur til að hafa átaksverkefni í kringum hvítasunnuna sem er hátíð heilags anda og hvetja af því tilefni söfnuði landsins til að minnast alþjóðastarfsins með viðeigandi hætti í helgihaldi og viðburðum.

Hluti nefndarinnar fór eftir fundinn í heimsókn í Tollhúsið í Reykjavík þar sem samfélagið í Grindavík hefur átt miðstöð sína eftir náttúruhamfarirnar sem öllum eru kunnar.

"Þakkir eru gefnar fyrir aðstöðuna þar og nærveru sóknarprestsins sr. Elínborgar Gísladóttur í allri hennar þjónustu í erfiðum aðstæðum" segir í frétt frá framkvæmdanefndinni.

Nefndina skipa:
Sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir sóknarprestur í Borgarnesi.

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli.

Heiða Gústafsdóttir djákni í Keflavíkurkirkju.

Ívar Valbergsson, djáknakandídat og sóknarnefndarmaður í Keflavíkurkirkju.

Sr. Árni Þór Þórdsson sóknarprestur í Vík í Mýrdal.

Varamenn eru sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli,

sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir sóknarprestur í Hofsprestakalli og

sr. Hjalti Jón Sverrisson prestur í Laugardalsprestakalli.

 

slg


  • Flóttafólk

  • Fundur

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar