Síðari hluta kirkjuþings lauk á laugardag

11. mars 2024

Síðari hluta kirkjuþings lauk á laugardag

Forseti kirkjuþings og biskup Íslands

Kirkjuþingi 2023-2024 lauk á laugardag.

Mörg mál voru á dagskrá.

Sum þeirra voru afgreidd eftir síðari umræðu, en höfðu verið lögð fram í haust.

Önnur voru ný mál, sem annað hvort voru afgreidd eftir eina eða tvær umræður.

Eins og kirkjan.is  greindi frá á laugardag, þá var fyrst tekið fyrir 53. mál, frá kirkjuþingi 2022-2023, sem fjallar um nýtt skipurit fyrir þjóðkirkjuna.

Var það síðari umræða.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir las nefndarálit löggjafanefndar og kynnti nýtt skipurit, sem samþykkt var af löggjafnefnd.

Mikil umræða var um þetta mál, enda hefur málið verið lengi á dagskrá.

Mikil sátt var á þinginu um þá lausn sem fundin hefur verið.

Í því kemur fram skýr verkaskipting rekstrarsviðs og biskupsstofu.

Í því er lagt til að stofna fimm manna stjórn þjóðkirkjunnar.

Biskup Íslands fer með yfirstjórn þjóðkirkjunnar, gætir einingar í kirkjunni og hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu og þjónustu.

Biskup er áfram yfirmaður mannauðsmála og yfir fræðsludeild og öðru er varðar starfið.

Stjórnin ber ábyrgð á öllu sem varðar reksturinn.

Biskup Íslands þakkaði fyrir vinnuna, og fagnaði samþykkt þess.

Tillagan var samþykkt samhljóða og afgreidd frá kirkjuþingi.

Hið nýja skipurit má skoða sem fylgiskjal með málinu, en það má gera með að skoða hlekkinn að málinu hér fyrir ofan.

 

Þá var fyrir tekið 36. mál, sem var ársreikningurinn.

Var hann lagður fram af framkvæmdanefnd.

Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs kynnti reikninginn.

Tekjuafgangur er tæpar 166 mílljónir.

Fyrri umræðu lauk og málinu var vísað til fjárhagnefndar.

 

Þá var 41. mál tekið fyrir með afbrigðum.

Steindór Haraldsson lagði málið fram.

Sagði hann að breytingar þurfi að gera á nokkrum starfsreglum vegna samþykktar á 53. máli.

Í þeim öllum kemur stjórn í stað framkvæmdanefndar.

Engin umræða var um þetta mál, sem var vísað var til löggjafanefndar.


Þá var tekið fyrir 37. mál.

Það var tekið fyrir með afbrigðum og samþykkti þingið að um það væri aðeins ein umræða.

Málið var flutt af Steindóri Haraldssyni.

Málið fjallar um að framlengja starfsreglur þangað til leikmannastefna og sóknarsamlagið verða sameinuð á kirkjuþingi í haust.

Um þetta var engin umræða og var það samþykkt samhljóða og þannig afgreitt frá kirkjuþingi.


Þá var fyrir tekið 39. mál.

Það fjallaði um starfskostnað vegna prestsþjónustu.

Það var tekið fyrir með afbrigðum og samþykkt var að fjalla um það í einni umræðu.

Var það samþykkt samhljóða og afgreitt frá kirkjuþingi.

 

Þá var tekið fyrir 40. mál með afbrigðum.

Fjallar það um sölu á jörðinni Desjamýri í Borgarfirði eystra.

Um þetta mál sýndist sitt hverjum.

Fram komu þau sjónarmið að kirkjan ætti alls ekki að selja jarðir sínar, en þó verði að skoða hvert mál fyrir sig.

Fyrri umræðu lauk og málinu var vísað til fjárhagsnefndar.

 

Þá var fyrir tekið 38. mál, en eftir umræður um málsmeðferð var það dregið til baka.

 

48. mál var einnig dregið til baka.

 

50. mál

Um innri endurskoðun.

Þetta var síðarri umræða.

Það var samþykkt með þessu nefndaráliti og breytingartillögu  og afgreitt frá kirkjuþingi.

14. mál

Um kirkjutónlistarmál.

Þetta var síðari umræða.

Samþykkt var nefndarálit  um að heildarendurkoðun fari fram á starfsreglum um kirkjutónlist.

Eftir þó nokkrar umræður var því vísað til forsætisnefndar.

Forsætisnefnd þarf að skipa nefnd sem myndi vinna að málinu með söngmálstjóra og kirkjutónlistarnefnd.

Málið var samþykkt og afgreitt frá kirkjuþingi.

20. mál.

Fram fór síðari umræða um aukna hlutdeild ungs fólks á kirkjuþingi.

Var það flutt af allsherjarnefnd.

Flutt var þetta nefndarálit.

Málið var samþykkt samhljóða og vísað til forsætinefndar.

28. mál

Síðari umræða fór fram um aukna hluttdeild ungs fólks í kirkjustarfi og stjórn.

Kynnt var nefndarálit  allsherjarnefndar.

Eftir þó nokkrar umræður um mikilvægi ungs fólks í stjórnum og ráðum kirkjunnar lauk síðari umræðu og málið var samþykkt og vísað til forsætinefndar.

22. mál.

Um fjármál þjóðkirkjunnar.

Kynnt var nefndarálit frá fjárhagsnefnd.

Lagt var til að nefndarálit með breytingartillögu verði samþykkt.

Breytingartillagan var borin upp og samþykkt.

Málið í heild var samþykkt samhljóða og afgreitt frá kirkjuþingi.

41. mál.

Um breytingar á ýmsum starfsreglum.

Í þessu máli er aðeins skipt út orðum.

Í stað framkvæmdanefndar kemur stjórn þjóðkirkjunnar.

Þetta var samþykkt og afgreitt frá kirkjuþingi án umræðna.


Eftir slit þingins kvaddi kirkjuþingið biskup Íslands frú Agnesi M. Sigurðardóttur, þar sem þetta er hennar síðasta kirkjuþing.

Fékk hún fallegan íkón að gjöf.

Myndir frá kirkjuþinginu má sjá hér fyrir neðan.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar