Tónskóli þjóðkirkjunnar á ferð um Húnavatnssýslur

12. mars 2024

Tónskóli þjóðkirkjunnar á ferð um Húnavatnssýslur

Nemendur ásamt sr. Eddu Hlíf og Guðnýju

Þann 8. mars síðast liðinn brugðu nemendur og kennarar Tónskóla Þjóðkirkjunnar ásamt nemendum í kórstjórn í Listaháskóla Íslands undir sig betri fætinum og héldu saman til Blönduóss.

Að sögn Guðnýjar Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tónskólans kom hópurinn fyrst við á Þingeyrum og skoðaði þar bæði kirkjuna og Þingeyrastofu undir leiðsögn Magnúsar Sigurðssonar, formanns kórs Þingeyrakirkju.

Að því loknu var haldið upp á útsýnishól í Vatnsdalnum áður en leiðin lá í Blönduóskirkju þar sem hópurinn undirbjó messu.

„Í messunni sáu nemendurnir um allan tónlistarflutning“ segir Guðný,

"leiddu almennan söng, léku á orgelið, stjórnuðu kórnum og sungu.

Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir prestur í Húnavatnsprestakalli prédikaði og þjónaði fyrir altari og meðhjálpari var Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson.

Messan var tileinkuð minningu Smára Ólasonar sem lést í nóvember síðast liðnum.

Sungnar voru útsetningar hans við íslensk þjóðlög, en Smári stundaði mjög merkilegar rannsóknir á passíusálmunum og lögunum við þá sem varðveist hafa í munnlegri geymd.

Árið 2015 var gefin út hjá Skálholtsútgáfunni bók með útsetningum hans við passíusálmalögin.

Að messunni lokinni fór allur hópurinn saman á veitingastaðinn Teni restaurant og gæddi sér á ljúffengum eþíópískum mat áður en hver hélt aftur í sína heimabyggð.

Það er óhætt að segja að ferðin hafi verið vel heppnuð, veðrið dásamlegt, móttökur höfðinglegar og félagsskapurinn til fyrirmyndar“

sagði Guðný að lokum.

 

slg



Myndir með frétt

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Trúin

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju