Kynningarfundir hefjast á mánudaginn

13. mars 2024

Kynningarfundir hefjast á mánudaginn

Sr. Guðrún, sr. Elínborg og sr. Guðmundur Karl

Í gær var tilkynnt á kirkjan.is hvaða þrír einstaklingar hafa tekið tilnefningu starfandi presta og djákna vegna væntanlegs kjörs biskups Íslands.

Það eru sr. Elínborg Sturludóttir prestur við Dómkirjuna í Reykjavík, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindaprestakalli og sr. Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli.

Kynningarfundir verða í öllum prófastsdæmum landsins.

Fyrsti kynningarfundurinn verður í Suðurprófastsdæmi og verður haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju, mánudaginn 18. mars næst komandi kl. 17.00 - 19.00.

Dagskrá fundarins verður með því móti, að frambjóðendur munu flytja stutta kynningu á sér og málefnum sínum.

Að því búnu verður boðið upp á fyrirspurnir.

Gert er ráð fyrir að fundurinn standi ekki lengur en í tvo tíma.

Ekki þarf að tilkynna þátttöku sérstaklega.

Fundinum verður streymt eins og öllum öðrum kynningarfundum sem haldnir verða í hverju prófastsdæmi fyrir sig og verða upplýsingar um þá á kirkjan.is.

 

Fundir í öðrum prófastsdæmum verða sem hér segir :

21. mars Austurlandsprófastsdæmi.

25. mars Reykjavíkurprófastsdæmi.

27. mars Kjalarnessprófastsdæmi.

2. apríl Eyjarfjarðar og Þingeyjarprófastsdæmi.

4. apríl Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

8. apríl Vestfjarðaprófastsdæmi.

9. apríl Vesturlandsprófastsdæmi

Staðir og tímasetningar funda í þessum prófastsdæmum verða auglýstir á kirkjan.is á næstu dögum.

 

slg


  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Þjóðkirkjan

  • Fundur

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar