Kynningarfundir í öllum prófastsdæmum landsins

14. mars 2024

Kynningarfundir í öllum prófastsdæmum landsins

Full kirkja á Hrepphólum

Kynningarfundir á þeim þremur einstaklingum, sem flest atkvæði fengu í tilnefningaferlinu til kjörs biskups Íslands hefjast á mánudaginn.

Kirkjan.is  sagði frá því í gær að fyrsti fundurinn verði á vegum Suðurprófastsdæmis í safnaðarheimili Selfosskirkju mánudaginn 18. mars kl. 17:00-19:00.

Næstu fundir verða sem hér segir:

Kynningarfundur í Austurlandsprófastsdæmi verður fimmtudaginn 21. mars í Egilsstaðakirkju kl. 17:00.

Kynningarfundur fyrir bæði Reykjavíkurprófastsdæmin verður í Seljakirkju mánudaginn 25. mars kl. 19:30-21:30.

Kynningarfundur í Kjalarnessprófastsdæmi verður í Ytri- Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 17:00.

Kynningarfundur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi verður í Glerárkirkju á Akureyri þriðjudaginn 2. apríl kl. 17:00-19:00.

Kynningarfundur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi verður á Löngumýri í Skagafirði fimmtudaginn 4. apríl kl. 17:00.

Kynningarfundur í Vestfjarðaprófastsdæmi verður í Fræðslusetri Vestfjarða á Ísafirði mánudaginn 8. apríl kl. 20:00

Kynningarfundur í Vesturlandsprófastsdæmi verður í Félagsheimilinu Lindartungu sem er við Kolbeinsstaðakirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00 -19:00.

Allir fundirnir verða í beinu streymi á kirkjan.is

slg



  • Kirkjustaðir

  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju