Kynningarfundir í öllum prófastsdæmum landsins

14. mars 2024

Kynningarfundir í öllum prófastsdæmum landsins

Full kirkja á Hrepphólum

Kynningarfundir á þeim þremur einstaklingum, sem flest atkvæði fengu í tilnefningaferlinu til kjörs biskups Íslands hefjast á mánudaginn.

Kirkjan.is  sagði frá því í gær að fyrsti fundurinn verði á vegum Suðurprófastsdæmis í safnaðarheimili Selfosskirkju mánudaginn 18. mars kl. 17:00-19:00.

Næstu fundir verða sem hér segir:

Kynningarfundur í Austurlandsprófastsdæmi verður fimmtudaginn 21. mars í Egilsstaðakirkju kl. 17:00.

Kynningarfundur fyrir bæði Reykjavíkurprófastsdæmin verður í Seljakirkju mánudaginn 25. mars kl. 19:30-21:30.

Kynningarfundur í Kjalarnessprófastsdæmi verður í Ytri- Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 17:00.

Kynningarfundur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi verður í Glerárkirkju á Akureyri þriðjudaginn 2. apríl kl. 17:00-19:00.

Kynningarfundur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi verður á Löngumýri í Skagafirði fimmtudaginn 4. apríl kl. 17:00.

Kynningarfundur í Vestfjarðaprófastsdæmi verður í Fræðslusetri Vestfjarða á Ísafirði mánudaginn 8. apríl kl. 20:00

Kynningarfundur í Vesturlandsprófastsdæmi verður í Félagsheimilinu Lindartungu sem er við Kolbeinsstaðakirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00 -19:00.

Allir fundirnir verða í beinu streymi á kirkjan.is

slg



  • Kirkjustaðir

  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls