Annar kynningarfundur biskupsefnanna í Egilsstaðakirkju

23. mars 2024

Annar kynningarfundur biskupsefnanna í Egilsstaðakirkju

Annar kynningarfundur biskupsefnanna fór fram í Egilsstaðakirkju fimmtudaginn s.l. Biskupsefnin höfðu verið á ferðinni á austurlandi fyrir fundinn og tekið hús á leikum og lærðum, sem ganga til kosninga þann 11. apríl. Kosningu lýkur þann 16. apríl.

Fundarstjórn var í höndum sr. Sigríðar Rúnar Tryggvadóttur, prófasts, sem fórst það af sínum alþekkta myndugleika. Góður bragur var gerður af fundinum og fóru fundargestir heim með gott fóður að melta.

Hér er hægt að horfa á fundinn.

Framundan er þriðji kynningarfundur biskupsefnanna, sem verður í Breiðholtskirkju mánudaginn 25. mars, kl. 19:30. Fundurinn verður að sjálfsögðu í streymi, bæði á kirkjan.is og á FB síðu þjóðkirkjunnar.  


Myndir með frétt

  • Fundur

  • Kosningar

  • Þjóðkirkjan

  • Viðburður

  • Streymi

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.