Annar kynningarfundur biskupsefnanna í Egilsstaðakirkju

23. mars 2024

Annar kynningarfundur biskupsefnanna í Egilsstaðakirkju

Annar kynningarfundur biskupsefnanna fór fram í Egilsstaðakirkju fimmtudaginn s.l. Biskupsefnin höfðu verið á ferðinni á austurlandi fyrir fundinn og tekið hús á leikum og lærðum, sem ganga til kosninga þann 11. apríl. Kosningu lýkur þann 16. apríl.

Fundarstjórn var í höndum sr. Sigríðar Rúnar Tryggvadóttur, prófasts, sem fórst það af sínum alþekkta myndugleika. Góður bragur var gerður af fundinum og fóru fundargestir heim með gott fóður að melta.

Hér er hægt að horfa á fundinn.

Framundan er þriðji kynningarfundur biskupsefnanna, sem verður í Breiðholtskirkju mánudaginn 25. mars, kl. 19:30. Fundurinn verður að sjálfsögðu í streymi, bæði á kirkjan.is og á FB síðu þjóðkirkjunnar.  


Myndir með frétt

  • Fundur

  • Kosningar

  • Þjóðkirkjan

  • Viðburður

  • Streymi

  • Frétt

Skrifstofa_nordurland.jpg - mynd

Skrifstofa biskups Íslands verður á Norðurlandi í vikunni

22. jan. 2025
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, flytur skrifstofu sína á Norðurland. Boðið verður upp á opna viðtalstíma á Húsavík og súpufund á Akureyri.
Kristján Björnsson vígslubiskup

Vígslubiskup prédikar í Eyjamessu

22. jan. 2025
...í Bústaðakirkju
Framtíðar kirkjuleiðtogar

Leiklistarkennarinn lærði mikið af krökkunum

21. jan. 2025
...á Janúarnámskeiði ÆSKR