Kynningarfundur á Akureyri í dag

2. apríl 2024

Kynningarfundur á Akureyri í dag

Biskupskosningar fara fram 11.-16. apríl næst komandi og kynningarfundir á þeim þremur frambjóðendum sem efst voru i tilnefningarferlinu fá tækifæri á þessum fundum til að kynna sig og málefni sín.

Þau eru sr. Elínborg Sturludóttir prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík,

sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju og sr. Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju.

Nú þegar hafa verið haldnir fundir í Suðurprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmum, Kjalarnesprófastsdæmi og Austurlandsprófastsdæmi.

Upptökur af öllum þessum fundum má finna á kirkjan.is.

Fjórir kynningarfundir eru eftir.

Í dag þriðjudaginn 2. apríl verður kynningarfundur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Verður hann haldinn í Glerárkirkju á Akureyri í dag kl. 17:00-19:00.

Hann verður í beinu streymi á kirkjan.is og auk þess verður hann aðgengilegur áfram á netinu.

Hlekk á fundinn má finna hér.

Kynningarfundur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi verður á Löngumýri í Skagafirði fimmtudaginn 4. apríl kl. 17:00, kynningarfundur í Vestfjarðaprófastsdæmi verður í Fræðslusetri Vestfjarða á Ísafirði mánudaginn 8. apríl kl. 20:00 og loks verður kynningarfundur í Vesturlandsprófastsdæmi í Félagsheimilinu Lindartungu sem er við Kolbeinsstaðakirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00 -19:00.

Allir fundirnir verða í beinu streymi á kirkjan.is og síðan aðgengilegir áfram á vefnum.

slg


  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar