Kynningarfundur á Ísafirði í kvöld

8. apríl 2024

Kynningarfundur á Ísafirði í kvöld

Ísafjörður

Kosning til embættis biskups Íslands hefst í þessari viku eða fimmtudaginn 11.apríl kl. 12:00 og stendur til hádegis þann 16. apríl.

Kosningin er rafræn.

Kynningarfundir á þeim þremur frambjóðendum sem efst voru i tilnefningarferlinu eru í öllum prófastsdæmum landsins.

Þau eru sr. Elínborg Sturludóttir prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju og sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju.

Á kynningarfundunum fá þau tækifæri til að kynna sig og málefni sín.

Nú þegar hafa verið haldnir fundir í Suðurprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmum, Kjalarnesprófastsdæmi, Austurlandsprófastsdæmi, í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og nú síðast í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Upptökur af öllum þessum fundum má finna hér.

Tveir kynningarfundir eru eftir:

Í kvöld þann 8. apríl kl. 20:00 verður kynningarfundur í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Verður hann haldinn verður í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði.

Verður hann í beinu streymi á kirkjan.is  og verður auk þess aðgengilegur áfram á netinu.

Síðasti fundurinn verður á morgun þriðjudaginn 9. apríl.

Er hann haldinn í Vesturlandsprófastsdæmi í Félagsheimilinu Lindartungu sem er við Klolbeinsstaðakirkju kl. 17:00 -19:00.

Allir fundirnir eru í beinu streymi á kirkjan.is og síðan aðgengilegir áfram á vefnum.

 

slg


  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Fræðsla

  • Fundur

Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sr. Guðbjörg valin prófastur

08. apr. 2025
...í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Sr. Lilja Kristín

Sr. Lilja Kristín ráðin

07. apr. 2025
...við Íslenska söfnuðinn í Noregi