„Velkomin sértu guðsþjónusta“

8. apríl 2024

„Velkomin sértu guðsþjónusta“

Sr. Magnús og Judith

Sunnudaginn 7. apríl var haldin svokölluð “velkomin sértu guðsþjónusta“ í Ísafjarðarkirkju.

Í messuauglýsingunni kom fram að þetta væri guðsþjónusta fyrir forvitna og fyrir þau sem vilja kynnast messunni og skilja hana betur.

Sagt var að þetta væri guðsþjónusta fyrir þá útlendinga, sem vilja læra íslensku og kynnast íslensku þjóðkirkjunni.

Í guðsþjónustunni útskýrði presturinn einstaka messuliði.

Að sögn sr. Magnúsar Erlingssonar sóknarprests í Ísafjarðarprestakalli og prófasts í Vestfjarðarprófastsdæmi þá „kenndi organistinn Judith Palmer okkur nýjan kvöldsálm á spænsku og íslensku.

Hann er númer 745 í nýju sálmabókinni.

Kórstjórinn Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir kenndi okkur að syngja sálm á latínu og íslensku í keðjusöng.

Í guðsþjónustunni var sungið bæði á íslensku, ensku, þýsku, spænsku og latínu“ segir sr. Magnús, en hann sýndi teiknihæfileika sína í predikuninni.

Hann teiknaði grímu, sem átti að sýna vantrúar svip, og aðra, sem átti að sýna trúar svip.

Svo gerði hann líka Humphrey Bogart eftirhermu.

"Þar eð ég hef hvorki orð á mér fyrir teiknihæfileika né góðar eftirhermur þá eru myndir af þessu brambolti mínu ekki til sýnis.

En söfnuðinum var skemmt" segir sr. Magnús.

“Og rúsínan í pylsuendanum var að kirkjuvörðurinn Matthildur Ásta Hauksdóttir bauð upp á kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna.

Boðið var upp á vatn og kisusafa fyrir börnin.“

 

slg



Myndir með frétt

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju